Þjálfun hjúkrunarfræðinga til sérhæfðra verka
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, skurðsviði Landspítala
Sífellt fleira fólk leitar á slysa- og bráðamóttökur ár hvert og má búast við frekari fjölgun vegna skorts á heimilislæknum. Erlendis hafa slysa- og bráðamóttökur brugðist við auknu álagi með því að auka sérhæfingu hjúkrunarfræðinga á þáttum sem áður voru skilgreindir sem læknisverk.
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig nýta megi menntun, reynslu og þjálfun hjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga á slysa- og bráðamóttökum. Framsæ samanburðarrannsókn var gerð á fjögurra mánaða tímabili á slysa- og bráðamóttöku FSA. Borið var saman sjálfstætt mat hjúkrunarfræðinga og unglækna á þörf fyrir myndgreiningu hjá sjúklingum sem komu á bráðamóttökuna með áverka á ökkla og fæti. Við matið studdust hjúkrunarfræðingar við Ottawagátlistann til að meta þörf á myndgreiningu en unglæknar við hefðbundið mat. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður röntgensérfræðings og settar fram sem næmi (e. sensitivity) og sérhæfni (e. specificity) skoðunarinnar með 95% öryggisbili. Notast var við Kí-kvaðratpróf til að skoða mun á
samræmi í mati milli hópanna og til að lýsa styrk tengsla. 48 af 109 sjúklingum, sem leituðu á deildina vegna áverka á ökkla og fæti, uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Tíu unglæknar og 13 hjúkrunarfræðingar tóku þátt. Næmi skoðunar hjúkrunarfræðinga með hjálp Ottawa-gátlistans var 1.0 og sérhæfni 0,40 borin saman við næmi 0,90 og sérhæfni 0,35 hjá unglæknum. Þessi munur milli hópa var ekki marktækur. Við skoðun á fæti var
næmi 1.0 hjá báðum hópum og sérhæfni 0,21.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa tilefni til hagræðingar innan slysa- og bráðamóttöku FSA. Í framtíðinni ætti breytt vinnulag að gera þjónustu við sjúklinga með áverka á ökkla og fæti markvissari, stytta biðtíma og leiða til aukinnar ánægju sjúklinga slysa- og bráðamóttökunnar.
Lykilhugtök: ökklameiðsl, bráðahjúkrun, líkamsmat.
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Þróun skimunartækisins HEILUNG
Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit
Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.
Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.
Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu
Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir
Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.Athafnir og þátttaka eldri borgara
Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir
Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.