Lífsgæði og lífsgæðarannsóknir
Kolbrún Albertsdóttir, Svæfingadeild Landspítala
Helga Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali
Björn Guðbjörnsson, Rannsóknarstofa í gigtarsjúkdómum, Landspítali og Læknadeild, Háskóla Íslands
Tilgangur þessarar greinar er að skýra þróun lífsgæðahugtaksins. Bakgrunnur hugtaksins er kannaður, nálgun þess við heilbrigðishugtakið og notkunargildi innan heilbrigðisvísinda. Skoðuð er fræðileg umfjöllun um hugtakið og fjallað um rannsóknir á lífsgæðum og að lokum er gerð grein fyrir hvernig hugtakið tengist og gagnast hjúkrun.
Lífsgæði er hugtak sem mikið er vitnað til í rannsóknum sem og í daglegu tali. Bætt lífsgæði er eitt af meginmarkmiðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og telst jafnmikilvægt og önnur markmið heilbrigðisþjónustunnar. Aukinn fjöldi langveikra hefur beint sjónum að því að það er ekki nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin lífi. Daglegt líf fólks með langvinna sjúkdóma einkennist af vandamálum vegna heilsubrests sem hefur áhrif á lífsgæði þess. Frá sjónarhorni hjúkrunar er markmiðið að hver einstaklingur hafi tækifæri til að lifa því lífi sem hann telur innihaldsríkt og ánægjulegt að því marki sem er raunhæft. Hjúkrunarmeðferð beinist að því að gera fólki það mögulegt með því að greina og meðhöndla vandamál svo að einstaklingarnir séu færir um að viðhalda sem mestu sjálfstæði og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.
Það krefst kunnáttu og skilnings á hvernig heilbrigðisvandamál hafa áhrif á lífsgæði. Mótsagnir í hvernig fólk metur lífsgæði er einnig ögrandi viðfangsefni hjúkrunar. Heilbrigði er ekki alltaf uppspretta hamingju né vanheilsa alltaf orsök slæmra lífsgæða.
Lykilorð: Lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, lífsgæðarannsóknir, hjúkrun
4. tbl 2009: Lífsgæði og lífsgæðarannsóknir
Pistlar og viðtöl
Fræðigreinar
Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu
Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir
Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.Athafnir og þátttaka eldri borgara
Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir
Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall
Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á AkureyriLítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.
Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni
Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir
Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla
Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.