Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Mat skurðsjúklinga á verkjum og verkjameðferð

27. apríl 2010

Lára Borg Ásmundsdóttir, Landspítala
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, Landspítala
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands


Góð verkjameðferð er mikilvæg fyrir skjótan og góðan bata sjúklinga. Framfarir hafa orðið á síðustu árum í verkjameðferð skurðsjúklinga en íslenskar og erlendar rannsóknir á reynslu þeirra sýna þó að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð.

Markmið þessarar lýsandi þversniðskönnunar var að kanna hve algengir og miklir verkir eru hjá sjúklingum fyrir og eftir aðgerð; samband verkja við daglegar athafnir, líðan sjúklinga og samskipti við aðra; mat þeirra á fræðslu um verki og verkjameðferð; viðhorf sjúklinga til verkja og verkjalyfja; ánægju sjúklinga með verkjameðferð og væntingar sjúklinga til verkjameðferðar eftir aðgerð.

Úrtak rannsóknarinnar voru 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala í febrúar 2006. Gagna var aflað með spurningalista byggðum á spurningalista bandarísku verkjasamtakanna og með viðbótarspurningum frá höfundum. Spurt var um bæði styrk verkja og áhrif verkjanna með notkun tölukvarða. Spurningalistinn var afhentur sjúklingum að kvöldi aðgerðardags eða daginn eftir aðgerð. Meirihluti sjúklinganna (61,6%) gerði ráð fyrir því að hafa verki eftir aðgerð að meðalstyrk 5,4. Mikill meirihluti sjúklinga (80,8%) hafði haft verki síðastliðinn sólarhring þegar spurningalista var svarað. Meðaltalsstyrkur verkja var að jafnaði 4,0 og meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,9. Konur og yngri sjúklingar greindu frá verri verkjum en karlar og eldri sjúklingar. 90,7% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir með verkjameðferð. Upplýsingar um verki eftir skurðaðgerð fengu 76,3% sjúklinga og um mikilvægi verkjameðferðar 50,5%. Sjúklingar, sem voru með verki fyrir aðgerð, gerðu ráð fyrir meiri verkjum eftir aðgerð, greindu frá verri verkjum eftir aðgerð og höfðu neikvæðari viðhorf til verkja og verkjalyfja.

Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að ástæða sé til að bæta verkjameðferð skurðsjúklinga og fræðslu um verki og verkjameðferð.

Lykilorð: Verkir, verkjameðferð, skurðsjúklingar, sjúklingafræðsla.

2.tbl. 2010: Mat skurðsjúklinga á verkjum og verkjameðferð

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála