Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Brjóstagjöf nýbura á Íslandi

17. október 2010
Samanburður á brjóstagjöf barna sem útskrifast af vökudeild og af kvennadeild Landspítala

Rakel Björg Jónsdóttir, Landspítala
Arna Skúladóttir, Landspítala


Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa brjóstagjöf barna við heimferð af nýburagjörgæsludeild og við fjögurra mánaða aldur og athuga hvort fæðingarþyngd barns hafi haft áhrif á gang og árangur brjóstagjafar. Rannsóknin var unnin á nýburagjörgæsludeild Landspítala á þriggja mánaða tímabili.

Þátttakendur voru foreldrar 62 af 84 börnum sem útskrifuðust á rannsóknartímabilinu. Gögnum um næringu barnanna og lýðfræðilegum upplýsingum fjölskyldunnar var safnað með spurningalistum sem sendir voru til foreldra. 

Niðurstöður sýndu að 76% barnanna fengu eingöngu brjóstamjólk við útskrift. Sum drukku hana eingöngu af brjósti, önnur drukku hana hvort tveggja af brjósti og úr pela og enn önnur drukku brjóstamjólkina eingöngu úr pela. Nánast öll börnin, eða 92%, fengu einhverja brjóstamjólk við heimferð. Börn með fæðingarþyngd 2500 g eða yfir voru frekar líklegri til að drekka alla brjóstamjólkina af brjósti (70%) við heimferð en börn með lægri fæðingarþyngd (31%). Ekki var tölfræðilega marktækur munur eftir þyngd á fjölda barna sem drukku eingöngu brjóstamjólk við heimferð. Við fjögurra mánaða aldur drakk 61% barnanna enn eingöngu af brjósti, ekkert barn fékk brjóstamjólk úr pela og 5% fengu blöndu af brjóstaog pelagjöfum. Fleiri börn með fæðingarþyngd undir 2500 g voru hætt að drekka af brjósti við fjögurra mánaða aldur (50%) en þyngri börnin (27%). Niðurstöður sýna að ef barn drakk ekki brjóstamjólkina af brjósti við heimferð var líklegra að það væri hætt að fá brjóstamjólk við fjögurra mánaða aldur. Þessar niðurstöður benda til mikilvægis þess að börn séu farin að drekka af brjósti við heimferð og að huga þurfi að auknum stuðningi við brjóstagjöf eftir heimferð til foreldra barna með lága fæðingarþyngd (undir 2500 g). Einnig benda niðurstöðurnar til þess að skoða þurfi sérstaklega þann möguleika að brjóstagjöf með ábót úr pela sé vel ásættanleg í sumum tilvikum.

Lykilorð: 
Fyrirburar, brjóstagjöf, nýburagjörgæsludeild.

4. tbl. 2010: Brjóstagjöf nýbura á Íslandi: Samanburður á brjóstagjöf barna sem útskrifast af vökudeild og af kvennadeild Landspítala

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka