Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Upplýsingahegðun Íslendinga varðandi heilsueflingu

5. desember2010

Ágústa Pálsdóttir, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Tilgangur: Að rannsaka upplýsingahegðun Íslendinga á sviði heilsu og lífsstíls sem og heilsuhegðun þeirra. 

Efniviður og aðferðir: Notað var 1.000 manna slembiúrtak frá Þjóðskrá á aldrinum 18 til 80 ára. Gagna var aflað með póstkönnun vorið 2007, svarhlutfall var 47%. Klasagreining (k-meðalgildisaðferð) var notuð til að skipta þátttakendum í fjóra klasa: óvirkir, miðlungsóvirkir, miðlungsvirkir og virkir, út frá því hversu oft þeir leituðu upplýsinga um heilsu og lífsstíl af ásetningi í 22 heimildum. Heimildirnar voru flokkaðar í fjóra upplýsingamiðla: fjölmiðlar, sérfræðingar, internet og persónuleg samskipti. Einþátta ANOVA eða veldisvísagreining voru notaðar við að greina hversu oft klasarnir rákust á upplýsingar í fjölmiðlum, frá sérfræðingum og á internetinu, hversu áreiðanlegar og gagnlegar upplýsingarnar töldust vera, sem og heilsuhegðun klasanna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, og hreyfingu.

Niðurstöður: Klasarnir voru frábrugðnir hverjir öðrum varðandi upplýsingahegðun og einnig var heilsuhegðun þeirra mismunandi. Hegðun meðlima í þeim klösum, sem leita oftar að upplýsingum, var heilsusamlegri.

Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að karlmenn með litla menntun séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að við miðlun fræðslu um heilsueflingu.

Lykilorð: Heilsuefling, hreyfing, mataræði, upplýsingahegðun

5. tbl. 2010: Upplýsingahegðun Íslendinga varðandi heilsueflngu

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka