Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Upplýsingahegðun Íslendinga varðandi heilsueflingu

Höfundur ljósmyndar:
5. desember2010

Ágústa Pálsdóttir, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Tilgangur: Að rannsaka upplýsingahegðun Íslendinga á sviði heilsu og lífsstíls sem og heilsuhegðun þeirra. 

Efniviður og aðferðir: Notað var 1.000 manna slembiúrtak frá Þjóðskrá á aldrinum 18 til 80 ára. Gagna var aflað með póstkönnun vorið 2007, svarhlutfall var 47%. Klasagreining (k-meðalgildisaðferð) var notuð til að skipta þátttakendum í fjóra klasa: óvirkir, miðlungsóvirkir, miðlungsvirkir og virkir, út frá því hversu oft þeir leituðu upplýsinga um heilsu og lífsstíl af ásetningi í 22 heimildum. Heimildirnar voru flokkaðar í fjóra upplýsingamiðla: fjölmiðlar, sérfræðingar, internet og persónuleg samskipti. Einþátta ANOVA eða veldisvísagreining voru notaðar við að greina hversu oft klasarnir rákust á upplýsingar í fjölmiðlum, frá sérfræðingum og á internetinu, hversu áreiðanlegar og gagnlegar upplýsingarnar töldust vera, sem og heilsuhegðun klasanna hvað varðar neyslu á ávöxtum og grænmeti, og hreyfingu.

Niðurstöður: Klasarnir voru frábrugðnir hverjir öðrum varðandi upplýsingahegðun og einnig var heilsuhegðun þeirra mismunandi. Hegðun meðlima í þeim klösum, sem leita oftar að upplýsingum, var heilsusamlegri.

Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að karlmenn með litla menntun séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að við miðlun fræðslu um heilsueflingu.

Lykilorð: Heilsuefling, hreyfing, mataræði, upplýsingahegðun

5. tbl. 2010: Upplýsingahegðun Íslendinga varðandi heilsueflngu

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein