Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fræðsla skurðsjúklinga

Höfundur ljósmyndar:
15. febrúar 2011
Inntak, ánægja og áhrifaþættir
Katrín Blöndal, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala
Heiða Steinunn Ólafsdóttir, skurðlækningasviði Landspítala
Sesselja Jóhannesdóttir, skurðlækningasviði Landspítala
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala


Rannsóknir hafa sýnt margháttaðan ávinning sjúklingafræðslu en lítið er vitað um gagnsemi fræðslu eða ánægju skurðsjúklinga á Íslandi með veitta fræðslu. 

Megintilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa fræðslu sem skurðsjúklingar á Landspítala telja sig fá á sjúkrahúsi og heima fjórum vikum síðar og meta hvað hefur áhrif á ánægju þeirra með fræðsluna. Úrtakið var 733 innkallaðir sjúklingar sem fóru í valaðgerð 15. janúar til 15. júlí 2007.

Svörun var 74%. Gagna var aflað með tveim spurningalistum, á sjúkrahúsinu og heima fjórum vikum eftir heimkomu. Spurt var um sjúklingafræðslu og ánægju með hana, kvíða og þunglyndi, verki og önnur einkenni, aðdraganda sjúkrahúsvistar og sjúkrahúsdvöl, heilsufar og árangur aðgerða, ánægju með umönnun og stuðning og bakgrunn þátttakenda. Almennt voru sjúklingar ánægðir með fræðsluna. Þeir voru þó ánægðari aðspurðir á spítalanum heldur en heima. Atriði, sem sjúklingar óskuðu frekari fræðslu um á sjúkrahúsinu, voru einkum fylgikvillar aðgerðar, hreyfing, sjúkdómur og verkir en eftir heimkomu ýmislegt sem tengist verkjum og afturbata. Minni ánægja með fræðslu fyrir aðgerð tengdist meiri sársauka á spítalanum, minni gagnsemi upplýsinga fyrir aðgerð, minni stuðningi vina og ættingja á spítala og minni ánægju með umönnun á spítalanum. Þættir, sem höfðu áhrif á minni ánægju með fræðslu á spítala um ferlið eftir að heim var komið, tengdust meðal annars kvíðaeinkennum á spítala og heima, þunglyndiseinkennum á spítala og heima, sársauka á spítala og almennt einkennum fyrir aðgerð og heima. Aðrir þættir, sem þessu tengdust, voru að vilja fá betri upplýsingar, hafa ekki náð sér eftir aðgerð, minni ánægja með stuðning vina og ættingja svo og minni ánægja með umönnun. Þá voru yngri sjúklingar og konur óánægðari.

Fræðsluþarfir skurðsjúklinga eru umfangsmiklar og vara fram yfir sjúkrahúsvistina. Bæta þarf einstaka þætti fræðslunnar og skipuleggja sérstaklega mat, fræðslu og eftirfylgd sjúklinga sem fyrirsjáanlega vegnar ver. Ávinningur gæti orðið aukin ánægja sjúklinga og ódýrari heilbrigðisþjónusta vegna fækkunar einkenna, fylgikvilla og endurinnlagna.

Lykilorð: Skurðsjúklingar, fræðsla, hjúkrunarfræðingar.

1. tbl. 2011: Fræðsla skurðsjúklinga: Inntak, ánægja og áhrifaþættir

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein