Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Þrýstingssár á Landspítala

14. apríl 2011
Algengi, áhættumat og forvarnir

Guðrún Sigurjónsdóttir, Landspítala, Grensási
Ásta St. Thoroddsen, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri


Þrýstingssár eru algeng vandamál innan heilbrigðiskerfisins, sérstaklega á sjúkrahúsum þar sem mikið veikir og hreyfiskertir sjúklingar dvelja. Þrýstingssár valda þjáningu, hamla bata og eru kostnaðarsöm.

Tilgangur þessarar lýsandi þverskurðarrannsóknar var að kanna: a) algengi, alvarleika og staðsetningu þrýstingssára hjá inniliggjandi sjúklingum, b) helstu áhættuþætti sjúklinga að fá þrýstingssár, c) forvarnir sem beitt er á Landspítala. Þýðið var sjúklingar á Landspítala 7. maí 2008, 18 ára og eldri, að undanskildum sjúklingum á sængurkvenna- og geðdeildum. Notað var mælitæki Evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár sem inniheldur meðal annars áhættumat samkvæmt Bradenkvarða. Af 328 sjúklingum, sem uppfylltu skilyrði, tóku 219 þátt (66,8%), 90 höfnuðu þátttöku, 13 voru útskrifaðir og gögn frá 6 sjúklingum voru ógild. Algengi þrýstingssára var 21,5% (n=47). Með 1. (roða) og 2. stigs sár (fleiður/blöðru) voru 70% (n=33) og 30% (n=14) með 3. og 4. stigs sár (fullþykktarsár) þegar miðað var við alvarlegasta sár hvers sjúklings. Fimmtán sjúklingar (31%) voru með fleiri en eitt sár. Þrýstingssár voru samtals 66 eða 1,4 sár á sjúkling, flest á spjaldhrygg (n=20) og hælum (n=16). Karlar voru með marktækt fleiri (n=32) sár en konur (n=15) (p<0,05). Í áhættu samkvæmt Bradenkvarða voru 38% sjúklinga (n=80). Ekki var munur á áhættuhópum eftir aldri og kyni. Sjúklingar með þrýstingssár greindust í marktækt (p<0,05) meiri hættu á Bradenkvarða en sjúklingar án sára. Fjórtán sjúklingar í áhættuhópi lágu á svampdýnum og fjórir sjúklingar án áhættu lágu á loftskiptidýnum. Fimm snúnings- og hagræðingarskemu fundust. Þrýstingssár á Landspítala voru fremur algeng en þó sambærileg við aðrar rannsóknir. Aðgerðir til varnar þrýstingssárum virtust ómarkvissar þar eð sjúklingar lágu ekki alltaf á réttu undirlagi miðað við áhættu og of fá snúnings- og hagræðingarskemu voru notuð miðað við fjölda sjúklinga í áhættuhópi.

Lykilorð: algengi þrýstingssára, áhættumat, forvarnir, hjúkrun, þrýstingssár.

2. tbl. 2011: Þrýstingssár á Landspítala: Algengi, áhættumat og forvarnir

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka