Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ástand húðar og lífsgæði stómaþega

30. september 2011

Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Oddfríður Jónsdóttir, Landspítala
Geirþrúður Pálsdóttir, Icepharma


Tilgangur: Að meta lífsgæði stómaþega og kanna tíðni og alvarleika húðvandamála í kringum stóma og áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti.

Aðferð: Fjölþjóðleg rannsókn á 3.017 stómaþegum í 18 löndum, þar af 73 á Íslandi. Í tveimur viðtölum með 6-8 vikna millibili voru lífsgæði metin með Stóma QoL spurningalistanum, húð í kringum stóma metin með Ostomy Skin Tool (OST) og þátttakendur spurðir hvort þeir ættu við húðvandamál að etja. Marktæknimörk í tölfræðigreiningum voru sett við p≤0,05.

Niðurstöður
: Í fyrra viðtali greindust húðvandamál hjá 60% þátttakenda. Af þeim töldu 53% sig eiga við húðvandamál að etja. Tíðni húðvandamála hafði fylgni við hækkandi aldur (p=0,025) og lengri tíma frá aðgerð (p=0,021). Ástand húðar var betra hjá einstaklingum sem notuðu eins hluta stómabúnað (p=0,024) og hjá þeim sem notuðu flata plötu (p=0,002). Stóma QoL stig voru fleiri eftir því sem ástand húðar var betra. Sá þáttur sem
hafði mesta fylgni við ástand húðar og lífsgæði var leki hægða undir plötu. Algengustu ástæður húðvandamála voru erti-snerti húðbólga og áverkar. Meðal Stóma QoL stig og ástand húðar var marktækt betra í viðtali 2 (p<0,0001).

Ályktanir:
 Húðvandamál eru algeng meðal stómaþega en einungis hluti þeirra gerir sér grein fyrir því. Niðurstöður benda til þess að sambland af ráðleggingum hjúkrunarfræðings og notkun á SenSura stómabúnaði geti haft áhrif á ástand húðar og lífsgæði stómaþega. Stöðluð matstæki eins og OST og Stóma QoL geta gert hjúkrunarmeðferð stómaþega markvissari og stuðlað að bættum lífsgæðum þeirra.

Lykilorð:
 Stóma, lífsgæði, húðvandamál, stómahjúkrun.

4.tbl. 2011: Ástand húðar og lífsgæði stómaþega

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka