Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Þýðing og forprófun á vonleysiskvarða Becks

Höfundur ljósmyndar:
30. september 2011

Rósa María Guðmundsdóttir, Reykjalundi
Jóhanna Bernharðsdóttir, Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur þessarar rannsóknar var að þýða og forprófa vonleysiskvarða Becks og meta áreiðanleika og réttmæti íslensku þýðingarinnar. Vonleysiskvarðinn hefur aðallega verið notaður til að meta vonleysi meðal þunglyndra einstaklinga auk þess sem hann spáir fyrir um sjálfsvígshættu. Kvarðinn inniheldur 20 fullyrðingar og metur jákvæð og neikvæð viðhorf einstaklingsins til framtíðarinnar.

Aðferð: Þýðingin var unnin samkvæmt þýðingarferli Brislin og var forprófun gerð á geðsviði Reykjalundar. Hún fór fram í tveimur áföngum og var um hentugleikaúrtak að ræða. Listinn var lagður fyrir 161 einstakling sem einnig voru spurðir um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, barneignir, menntun, atvinnu, fjárhag og innlagnarástæðu.

Niðurstöður: Um helmingur þátttakenda var á aldursbilinu 30-49 ára og voru konur í meirihluta (65,2%). Flestir nefndu þunglyndi sem innlagnarástæðu (84,5%) en einnig nefndu margir kvíða (66,5%) og verki (44,7%). Að meðaltali reyndist vonleysi meðal sjúklingahópsins vera 10,02 stig (Sf=5,45) eða miðlungs vonleysi og var meira en helmingur þátttakenda (56%) með miðlungs eða alvarlegt vonleysi. Marktækur munur reyndist vera á vonleysi eftir fjárhagsstöðu en vonleysi var meira meðal þeirra sem töldu fjárhagsstöðu sína slæma (49,3%). Forprófunin leiddi í ljós að innri áreiðanleiki íslensku þýðingarinnar eða Chronbachs alfa var góður eða 0,90. Þáttagreining leiddi í ljós þrjá meginþætti en þeir voru nefndir: Skortur á áhugahvöt, jákvæðar væntingar til framtíðar og viðhorf til framtíðar.

Ályktanir: Rannsakendur vonast til að vonleysiskvarði Becks geti nýst sem viðbót við annað faglegt mat á sálrænni líðan og að hægt verði að nota hann í forvarnarskyni til að koma auga á einstaklinga í áhættu hvað varðar vonleysi og sjálfsvígshættu.

Lykilorð: Vonleysi, vonleysiskvarði Becks, þýðing og forprófun.

4. tbl. 2011: Þýðing og forprófun á vonleysiskvarða Becks

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein