Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Eru hjúkrunargreiningar nægilega lýsandi?

30. september 2011

Ásta Thoroddsen

Í ljósi þess hve algeng þrýstingssár og byltur eru hjá sjúklingum, og samfara aukinni notkun staðlaðs fagmáls í hjúkrun, þótti áhugavert að kanna hvaða hjúkrunargreiningar og hjúkrunarmeðferð íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa notað til að skrá þrýstingssár og byltur eða hættu þar á.

Lýsandi rannsókn var gerð þar sem hjúkrunargreiningar og meðferð sem tengdust þrýstingssárum og byltum í sjúkraskrám sjúklinga á árunum 2004 og 2005 voru kannaðar. Kerfisbundin aðferð var notuð við val á sjúkraskrám (n=211 og n=196) inniliggjandi sjúklinga á 29 deildum Landspítala. Í ljós kom að fjórar hjúkrunargreiningar voru notaðar til að skrá hjúkrunarvandamál sem tengdust þrýstingssárum, en engin þessara greininga náði að lýsa með ótvíræðum hætti að um þrýstingssár eða hættu þar á væri að ræða. Fimm hjúkrunargreiningar voru notaðar til að skrá byltuhættu sjúklinga og lýsti langalgengasta greiningin byltuhættu ótvírætt. Notkun mismunandi hjúkrunargreininga til að skrá þrýstingssár og byltur getur bent til óöryggis hjúkrunarfræðinga í að beita stöðluðu fagmáli í klínískri vinnu eða rangrar notkunar hjúkrunargreininga. Óljóst orðalag og skortur á gagnsæi hindrar einnig að hjúkrunargreining sem best á við hjá sjúklingum hverju sinni sé notuð, en það getur stefnt öryggi sjúklinga í hættu ef viðeigandi hjúkrunarvandamál eru ekki greind eða skráð af nákvæmni.

Lykilorð: byltur, hjúkrunargreiningar, staðlað fagmál, þrýstingssár. 

4.tbl. 2011: Eru hjúkrunargreiningar nægilega lýsandi?

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála