Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun

Höfundur ljósmyndar:
30. september 2011
Ávinningur hjúkrunarmeðferðar

Kristín G. Sigurðardóttir, Heilbrigðisstofnun Austurlands
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ávinning fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima af hjúkrunarmeðferð sem byggist á meðferðarsamræðum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið þar sem meginstoðirnar eru að veikindi séu viðfangsefni fjölskyldna og snerti alla innan hennar. Viðhorf og samskipti fjölskyldunnar eru grundvöllur meðferðarinnar. Kannað var hvort samræður við hjúkrunarfræðing veittu þátttakendum upplifun um stuðning. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni þátttakenda breytist eftir þátttöku í meðferðarsamræðum.

Aðferð: 
Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferð þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Þátttakendur voru 25 nánustu  
25 aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga. Íhlutun var meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing í eitt skipti.

Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að hjúkrunarmeðferðin veitti öðrum nánum aðstandendum í tilraunahópi marktækt meiri upplifun um stuðning en samanburðarhópnum. Nánustu aðstandendur í tilraunahópi upplifðu ekki marktækt meiri stuðning en samanburðarhópurinn. Aðrir nánir aðstandendur sem áttu ástvin sem greinst hafði með sjúkdóminn frá einu til fjórum árum áður voru með marktækt betri fjölskylduvirkni en aðrir.

Ályktanir: Athygli vekur sá munur sem er á nánustu aðstandendum og öðrum nánum aðstandendum. Hér er greinilega um ólíka hópa að ræða þar sem nánustu aðstandendur bera mesta ábyrgð á umönnuninni. Gera má ráð fyrir að nánustu  
ekki meðferðarsamræður í eitt skipti og að þeir þurfi meiri stuðning en aðrir nánir aðstandendur. Meðferðin virðist hins vegar gagnast vel öðrum nánum aðstandendum einstaklinga með heilabilun.

Lykilorð:
 Heilabilun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur, fjölskylduvirkni.

4. tbl. 2011: Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein