Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun

30. september 2011
Ávinningur hjúkrunarmeðferðar

Kristín G. Sigurðardóttir, Heilbrigðisstofnun Austurlands
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ávinning fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima af hjúkrunarmeðferð sem byggist á meðferðarsamræðum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið þar sem meginstoðirnar eru að veikindi séu viðfangsefni fjölskyldna og snerti alla innan hennar. Viðhorf og samskipti fjölskyldunnar eru grundvöllur meðferðarinnar. Kannað var hvort samræður við hjúkrunarfræðing veittu þátttakendum upplifun um stuðning. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni þátttakenda breytist eftir þátttöku í meðferðarsamræðum.

Aðferð: 
Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferð þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Þátttakendur voru 25 nánustu  
25 aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga. Íhlutun var meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing í eitt skipti.

Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að hjúkrunarmeðferðin veitti öðrum nánum aðstandendum í tilraunahópi marktækt meiri upplifun um stuðning en samanburðarhópnum. Nánustu aðstandendur í tilraunahópi upplifðu ekki marktækt meiri stuðning en samanburðarhópurinn. Aðrir nánir aðstandendur sem áttu ástvin sem greinst hafði með sjúkdóminn frá einu til fjórum árum áður voru með marktækt betri fjölskylduvirkni en aðrir.

Ályktanir: Athygli vekur sá munur sem er á nánustu aðstandendum og öðrum nánum aðstandendum. Hér er greinilega um ólíka hópa að ræða þar sem nánustu aðstandendur bera mesta ábyrgð á umönnuninni. Gera má ráð fyrir að nánustu  
ekki meðferðarsamræður í eitt skipti og að þeir þurfi meiri stuðning en aðrir nánir aðstandendur. Meðferðin virðist hins vegar gagnast vel öðrum nánum aðstandendum einstaklinga með heilabilun.

Lykilorð:
 Heilabilun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur, fjölskylduvirkni.

4. tbl. 2011: Fjölskyldur einstaklinga með heilabilun

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka