Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar

30. september 2011

Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Gunnar Tómasson, Bostonháskóla
Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: Að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkjameðferðar“ (Knowledge & Attitudes Survey Regarding PainK&A-SRP).

Aðferð: Mælitækið metur þekkingu og viðhorf til verkjameðferðar. Það samanstendur af 22 rétt/rangt spurningum og 17 fjölvalsspurningum. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar og mest er hægt að fá 39 stig, þannig að hærri stigafjöldi endurspeglar meiri þekkingu.

Mælitækið var þýtt og bakþýtt af fjórum hjúkrunarfræðingum. Í úrtaki voru hjúkrunarnemar á öðru ári við Háskóla Íslands (n=82), hjúkrunarfræðingar á kvenna- og barnasviði, geðsviði og bráðasviði á Landspítala (n=381) og 13 meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð. Kannanakerfið Lime Survey var notað og könnunin send með tölvupósti til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema. Meistaramenntuðu hjúkrunarfræðingarnir fengu listann sendan í pósti. Lýsandi tölfræði, ANOVA og línuleg aðhvarfsgreining var notað í gagnaúrvinnslu.

Niðurstöður: Fjöldi hjúkrunarnema var 25 (14,7% þátttakenda)(30,5% svörun), flestir á aldrinum 20-30 ára (76%). Hjúkrunarfræðingar voru 135 (79,4% þátttakenda) (35,4% svörun), flestir á aldrinum 31-40 ára (33,1%) og flestir höfðu unnið við hjúkrun í 15 ár eða lengur (38,5%). Meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð voru 10 (5,9% þátttakenda) (77% svörun). Engum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þann hóp vegna smæðar hans. Áreiðanleiki listans í heild (Cronbachs alfa) var 0,75. Meðalskor (staðalfrávik) á K&ASRP listanum fyrir hópinn í heild var 24,3 (7,1), spönn 5 til 39. 

Meðalskor hjúkrunarnema var 23,7 (5,2), hjúkrunarfræðinga 26,6 (4,9) og meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð 34,8 (3,2) stig. Munur reyndist marktækur (p<0,05) á þekkingu á milli hópa, þekking var meiri eftir því sem menntun var meiri.

Ályktanir: Mælitækið er áreiðanlegt og er fært um að meta mun á milli hópa sem ætla má að hafi mismikla þekkingu á verkjameðferð og styður það hugtakaréttmæti listans.

Lykilorð: verkir, verkjameðferð, viðhorf, þekking og hjúkrunarfræðingur.

4. tbl. 2011: Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar 

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka