Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar

Höfundur ljósmyndar:
30. september 2011

Elfa Þöll Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Sigríður Zoëga, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Gunnar Tómasson, Bostonháskóla
Sigríður Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: Að þýða og prófa áreiðanleika og hugtakaréttmæti mælitækisins „Könnun á viðhorfi og þekkingu til verkja og verkjameðferðar“ (Knowledge & Attitudes Survey Regarding PainK&A-SRP).

Aðferð: Mælitækið metur þekkingu og viðhorf til verkjameðferðar. Það samanstendur af 22 rétt/rangt spurningum og 17 fjölvalsspurningum. Eitt stig fæst fyrir hvert rétt svar og mest er hægt að fá 39 stig, þannig að hærri stigafjöldi endurspeglar meiri þekkingu.

Mælitækið var þýtt og bakþýtt af fjórum hjúkrunarfræðingum. Í úrtaki voru hjúkrunarnemar á öðru ári við Háskóla Íslands (n=82), hjúkrunarfræðingar á kvenna- og barnasviði, geðsviði og bráðasviði á Landspítala (n=381) og 13 meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð. Kannanakerfið Lime Survey var notað og könnunin send með tölvupósti til hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema. Meistaramenntuðu hjúkrunarfræðingarnir fengu listann sendan í pósti. Lýsandi tölfræði, ANOVA og línuleg aðhvarfsgreining var notað í gagnaúrvinnslu.

Niðurstöður: Fjöldi hjúkrunarnema var 25 (14,7% þátttakenda)(30,5% svörun), flestir á aldrinum 20-30 ára (76%). Hjúkrunarfræðingar voru 135 (79,4% þátttakenda) (35,4% svörun), flestir á aldrinum 31-40 ára (33,1%) og flestir höfðu unnið við hjúkrun í 15 ár eða lengur (38,5%). Meistaramenntaðir hjúkrunarfræðingar með reynslu af verkjameðferð voru 10 (5,9% þátttakenda) (77% svörun). Engum lýðfræðilegum upplýsingum var safnað um þann hóp vegna smæðar hans. Áreiðanleiki listans í heild (Cronbachs alfa) var 0,75. Meðalskor (staðalfrávik) á K&ASRP listanum fyrir hópinn í heild var 24,3 (7,1), spönn 5 til 39. 

Meðalskor hjúkrunarnema var 23,7 (5,2), hjúkrunarfræðinga 26,6 (4,9) og meistaramenntaðra hjúkrunarfræðinga með reynslu af verkjameðferð 34,8 (3,2) stig. Munur reyndist marktækur (p<0,05) á þekkingu á milli hópa, þekking var meiri eftir því sem menntun var meiri.

Ályktanir: Mælitækið er áreiðanlegt og er fært um að meta mun á milli hópa sem ætla má að hafi mismikla þekkingu á verkjameðferð og styður það hugtakaréttmæti listans.

Lykilorð: verkir, verkjameðferð, viðhorf, þekking og hjúkrunarfræðingur.

4. tbl. 2011: Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar 

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein