Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Nýburar í áhættumati á vökudeild

30. september 2011
Lýsandi rannsókn á eftirliti eins árgangs

Gróa Sturludóttir, vökudeild 23D, Landspítala
Katrín Kolka Jónsdóttir, vökudeild 23D, Landspítala
Margrét Eyþórsdóttir, vökudeild 23D, Landspítala
Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Á vökudeild Barnaspítala Hringsins kemur fjöldi nýbura á ári í áhættumat í stuttan tíma strax eftir fæðingu vegna ýmissa skammvinnra vandamála. Ástand þeirra og inngrip er skráð á sérstök athugunareyðublöð. Samsetning  
markviss athugun eða rannsókn liggur fyrir um ástand þeirra. 

Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ástand þeirra barna sem ekki verða lögð inn á gjörgæslu í kjölfar áhættumats, ástæður fyrir matsinnlögn þeirra, lengd dvalar og gagnreynt fræðilegt samhengi þess áhættumats sem fram fer.

Í úrtaki voru börn skráð í áhættumat allt árið 2008 sem ekki lögðust inn á vökudeild í kjölfarið. Ferlið frá innlögn til áhættumatsað útskrift var skoðað og upplýsingar fengnar um samsetningu hópsins, lengd áhættumatsins og hvaða mynd athugunarblöðin gáfu af þeim. Af 409 nýburum voru gögn frá 398 skoðuð en upplýsingum var ábótavant hjá  
Í úrtaki voru drengir í meirihluta (55%) og áhættumatið varði skemur en 2 klst. hjá 74,5% barnanna en skemmst í 10 öndunarerfiðleikar (34,5%), slappleiki og/eða lágur Apgar (10,2%), keisarafæðing (9,5%) og grænt legvatn (7,3%). Meðgöngulengd spannaði 245 til 300 daga, 277 dagar að meðaltali. Samspil ástands og lengdar legu benti til að stytta mætti legutíma stórs hluta úrtaks og að e.t.v. hefði mátt sleppa áhættumatsinnlögn í allt að þriðjungi tilfella.

Þekking þessi nýtist til skoðunar á því hvernig megi bæta eftirlit með áhættunýburum. Frekari rannsókna er þörf til að koma í veg fyrir óþarfa aðskilnað móður og barns vegna áhættumats í kjölfar fæðingar.

Lykilorð: 
Nýburi, áhættumat, lífsmörk, öndunarerfiðleikar, Apgar.

4. tbl. 2011: Nýburar í áhættumati á vökudeild: Lýsandi rannsókn á eftirliti eins árgangs

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka