Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi

Höfundur ljósmyndar:
30. september 2011

Jóhanna S. Kristjánsdóttir, Ráðgjöf í reykbindindi
Ragnheiður Harpa Arnardóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri
Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri


Forvarnir gegn tóbaksnotkun eru mikilvægar og hluti af aðalnámskrá grunnskólanna. Hvernig tóbaksvörnum er sinnt í skólunum hefur ekki verið rannsakað áður hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi.

Aðferð: Rannsóknin var lýsandi spurningakönnun. Þýðið spannaði alla skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga í grunnskólum landsins, samtals 314 manns. Svör bárust frá 73% grunnskóla landsins.Gagnasöfnun fór fram í marsmánuði 2010.

Niðurstöður: Tóbaksvörnum var sinnt að einhverju leyti í öllum skólum nema einum, óháð landshlutum. Tóbaksvörnum var mest sinnt í 7. og 8. bekk tengt verkefninu ,,Reyklaus bekkur“. Þriðjungur 10. bekkja í skólunum fékk enga tóbaksvarnaíhlutun.
Einungis fjórir skólar sinntu tóbaksvörnum í öllum bekkjum. Umsjónarkennari eða skólahjúkrunarfræðingur sinntu tóbaksvarnafræðslu í öllum skólum, í 39% tilvika með aðstoð annarra aðila. Algengasta námsefnið var 6H heilsunnar, Vertu–frjáls
reyklaus og Tóbaksvarnafræðsla Lýðheilsustöðvar. Tóbaksvarnir fóru oftast fram í tímum umsjónarkennara og í lífsleiknitímum.

Reglur um tóbaksnotkun voru í 88% skólanna. Tóbaksvarnir voru í námskrám 65% skólanna, samkvæmt svörum skólastjóra, en skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á tóbaksnotkun í um helmingi skóla þátttakenda. Einungis 45% hjúkrunarfræðinganna spurðu um tóbaksnotkun í heilsfarsskoðunum nemenda.

Ályktanir: Tóbaksvörnum er sinnt í skólum landsins, óháð landshlutum, en talsvert vantar upp á að þeim sé nægilega vel sinnt í 1. – 6. og 10. bekk. Umsjónarkennarar og skólahjúkrunarfræðingar bera hitann og þungann af tóbaksvörnum skólanna. Námsefni
Lýðheilsustöðvar er vel nýtt í tóbaksvörnum skólanna. Reglur um tóbaksnotkun eru í flestum skólum en ákvæði um tóbaksvarnir vantar í námskrá hjá þriðjungi skólanna. Tækifæri til umræðu um tóbaksnotkun við heilsufarsskoðun nemenda eru vannýtt.

Lykilorð: Tóbaksvarnir, grunnskóli, skólahjúkrun, námskrá.

4.tbl. 2011: Tóbaksvarnir í grunnskólum á Íslandi

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein