Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga

30. september 2011
Lýsandi rannsókn
Halldóra Hálfdánardóttir, Landspítala
Elísabet Guðmundsdóttir, Landspítala
Helga Bragadóttir, Háskóla Íslands og Landspítala 


Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á heilbrigðisstarfsfólk vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga sé of mikið og geti leitt til þess að starfsfólk gefist upp og segi starfi sínu lausu. Vinnuálag vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga er einnig talið tengjast hærri tíðni veikindafjarvista.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru klínískir hjúkrunarfræðingar og var úrtakið fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þátttökudeildir voru 19 með samtals 317 fastráðnum, klínískum hjúkrunarfræðingum í byrjun árs 2008 og 351 í lok árs. Um megindlega, lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður sýndu ekki tölfræðilega marktæk
tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, veikindafjarvista og hjúkrunarþyngdar. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga var 1,10. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000
dagar árið 2008 eða um 12 veikindadagar á hjúkrunarfræðing á ári að meðaltali. Í samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðalhjúkrunarþyngd var hæst á lyflækningasviði II, eða 1,16 og þar voru veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar. Sjá má ákveðna fylgni milli veikindadaga og hjúkrunarþyngdar, þó hún sé
ekki tölfræðilega marktæk.

Niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar­ þyngdar sjúklinga. Tengslin reyndust ekki tölfræðilega marktæk, en greina má ákveðið mynstur og er ástæða til að skoða frekar með stærra úrtaki og frekari mælingum hvað hefur áhrif á veikindafjarvistir og vinnuálag í hjúkrun.

Lykilorð: hjúkrun, starfsmannavelta, veikindafjarvistir, hjúkrunarþyngd.

4. tbl. 2011: Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga: Lýsandi rannsókn

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka