Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga

Höfundur ljósmyndar:
30. september 2011
Lýsandi rannsókn
Halldóra Hálfdánardóttir, Landspítala
Elísabet Guðmundsdóttir, Landspítala
Helga Bragadóttir, Háskóla Íslands og Landspítala 


Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru á milli starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga. Því er oft haldið fram að vinnuálag á heilbrigðisstarfsfólk vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga sé of mikið og geti leitt til þess að starfsfólk gefist upp og segi starfi sínu lausu. Vinnuálag vegna hjúkrunarþyngdar sjúklinga er einnig talið tengjast hærri tíðni veikindafjarvista.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru klínískir hjúkrunarfræðingar og var úrtakið fastráðnir hjúkrunarfræðingar á legudeildum á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði Landspítala árið 2008. Þátttökudeildir voru 19 með samtals 317 fastráðnum, klínískum hjúkrunarfræðingum í byrjun árs 2008 og 351 í lok árs. Um megindlega, lýsandi fylgnirannsókn var að ræða. Fengin voru gögn úr starfsemisupplýsingum Landspítalans um starfsmannaveltu og fjarvistir hjúkrunarfræðinga og gögn úr skrám yfir hjúkrunarþyngd úr sjúklingabókhaldi. Niðurstöður sýndu ekki tölfræðilega marktæk
tengsl milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga, veikindafjarvista og hjúkrunarþyngdar. Meðalstarfsmannavelta var 10,89% árið 2008 og meðalhjúkrunarþyngd sjúklinga var 1,10. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum þremur voru um 4.000
dagar árið 2008 eða um 12 veikindadagar á hjúkrunarfræðing á ári að meðaltali. Í samanburði á sviðunum þremur kom fram að meðalhjúkrunarþyngd var hæst á lyflækningasviði II, eða 1,16 og þar voru veittar hjúkrunarklukkustundir færri en æskilegar. Sjá má ákveðna fylgni milli veikindadaga og hjúkrunarþyngdar, þó hún sé
ekki tölfræðilega marktæk.

Niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar­ þyngdar sjúklinga. Tengslin reyndust ekki tölfræðilega marktæk, en greina má ákveðið mynstur og er ástæða til að skoða frekar með stærra úrtaki og frekari mælingum hvað hefur áhrif á veikindafjarvistir og vinnuálag í hjúkrun.

Lykilorð: hjúkrun, starfsmannavelta, veikindafjarvistir, hjúkrunarþyngd.

4. tbl. 2011: Tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarþyngdar sjúklinga: Lýsandi rannsókn

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein