Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ungar mæður. Skynjaður stuðningur í barneignarferlinu

30. september 2011

Hildur Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Sóley S.Bender, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: 
Tilgangur rannsóknarinnar var að skyggnast inn í reynsluheim unglingsmæðra og leitast við að öðlast dýpri sýn á skynjun þeirra á stuðningi og stuðningsleysi í barneignaferlinu.

Aðferð:
 Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við fyrirbærafræðilega aðferð. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem ljósmæður í mæðravernd aðstoðuðu við úrtaksval. Um tilgangsúrtak 6 stúlkna á aldrinum 14-17 ára var að ræða. Alls voru tekin 9 viðtöl, ýmist bæði á meðgöngu og/eða eftir fæðingu og fóru þau fram á tímabilinu febrúar 2010 til maí 2011. Hvert viðtal var skráð orðrétt niður og gögnin síðan greind með hliðsjón af aðferð Colaizzi.

Niðurstöður:
 Dregin voru út tvö meginþemu: Meðbyr og Mótbyr og fjögur undirþemu fyrir hvort þeirra: væntumþykja og virðing eða vanvirðing og vantraust; samsömun og skilningur jafningja eða afskipta- og skilningsleysi jafningja; nærvera eða fjarlægð umönnunaraðila og gagnleg eða gagnslítil fræðsla. Flestar stúlkurnar skynjuðu stuðningsleysi í formi neikvæðs viðmóts frá kunningjum, fagaðilum og samfélaginu. Stuðning fengu þær helstan frá mæðrum, barnsfeðrum, tengdamæðrum og hópi ungra mæðra á heimasíðunni draumaborn.is. Ungu mæðurnar og börn þeirra glímdu við ýmis heilsufarsleg vandkvæði og
álagsþætti.

Ályktanir:
 Frásagnir viðmælenda gáfu til kynna að ekki sé nægilega vel staðið að stuðningi við ungar mæður í ljósi aðstæðna og ungs aldurs. Þörf er á nánari úttekt á þjónustu og stuðningi sem í boði er fyrir þennan hóp.

Lykilorð: Unglingsmæður, stuðningur, stuðningsleysi, barneign, fyrirbærafræði.

4. tbl. 2011: Ungar mæður. Skynjaður stuðningur í barngeignarferlinu

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka