Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein

12. desember2011

Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Lilja Jónasdóttir og Nanna Friðriksdóttir

Slökunarmeðferð hefur verið í boði á dag- og göngudeild blóð og krabbameinslækninga á Landspítalanum í rúman áratug. Sjúklingar hafa greint frá ánægju sinni með meðferðina og sagt að hún hafi góð áhrif á líðan þeirra, en árangur hennar hefur ekki verið markvisst metinn. 

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif slökunarmeðferð hefur á níu algeng einkenni hjá sjúklingum með krabbamein. Frá árinu 2007 hafa krabbameinssjúklingar, sem þiggja slökunarmeðferð, verið beðnir um að meta líðan sína og einkenni fyrir og eftir slökunarmeðferð með einkennamælitækinu Edmonton Symptom Assessment Scale (ESAS). ESAS metur styrk níu einkenna á tölukvarðanum 0-10, þar sem hærri tala þýðir verra einkenni. Gagna var aflað úr sjúkraskrá 251 sjúklings með krabbamein sem fékk slökunarmeðferð frá janúar 2007 til ágúst 2008. Gerður var tölfræðilegur samanburður á tíðni, fjölda og styrk einkenna hjá sjúklingum fyrir og eftir hverja slökunarmeðferð. 

Niðurstöður sýndu að eftir slökun voru marktækt færri sjúklingar með einkenni, meðalfjöldi einkenna var marktækt lægri og meðalstyrkur allra einkenna á ESAS-mælitækinu var marktækt minni. Mest fækkaði sjúklingum sem fundu fyrir vanlíðan úr 92% í 59%, með kvíða úr 78% í 59%, með þreytu úr 87% í 65% og með mæði úr 60% í 40%.

Fyrir slökunarmeðferð var meðalfjöldi (SF) einkenna, sem hver sjúklingur fann fyrir, 6,2 (2,2) og fækkaði í 4,8 (2,8) (p <0,001) eftir meðferð. Meðalstyrkur (SF) einkenna lækkaði mest fyrir vanlíðan úr 3,8 (1,9) í 1,8 (2,1) (p<0,001), þreytu úr 3,9 (2,2) í 1,9 (1,9) (p<0,001) og kvíða úr 3,5 (2,1) í 1,5 (1,6) (p<0,001). Meðalgildin fyrir einkennin vanlíðan og þreytu lækkuðu mest. Álykta má að einstaklingshæfð slökunarmeðferð hafi haft mjög jákvæð og að minnsta kosti tímabundin áhrif til þess að draga bæði úr tíðni og styrk einkenna sem eru algeng hjá sjúklingum með krabbamein. Mikilvægt er að efla þessa þjónustu fyrir krabbameinssjúklinga.

Lykilorð: Slökunarmeðferð, samþætt viðbótarmeðferð, einkenni, krabbamein, ESAS.

6.tbl. 2011: Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka