Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og umbætur á sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2006 og 2008

12. desember2013

Ólína Torfadóttir, Sjúkrahúsinu á Akureyri
Árún Kristín Sigurðardóttir, Háskólanum á AkureyriGrundvallarsmitgát er mikilvæg til að draga úr hættu á sjúkrahústengdum sýkingum, sérstaklega þar sem bakteríur verða sífellt ónæmari fyrir sýklalyfjum. Tilgangur
umbótaverkefnisins var að auka fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og draga þannig úr dreifingu örvera til sjúklinga og starfsmenn. Markmiðin voru að bera saman hversu vel starfsmenn fylgdu reglum um grundvallarsmitgát, fyrir og eftir umbætur: a) almennt á deildum, b) hjá starfsfólki og c) við sáraskiptingar. Rannsóknarsniðið var megindlegt og mælt var hversu margir fylgdu reglunum fyrir og eftir umbætur. Innleiddar voru umbætur í grundvallarsmitgát og mælingar endurteknar um það bil sautján mánuðum seinna. Metnir þættir voru: a) reglur um grundvallarsmitgát á deild, b) almennar reglur um grundvallarsmitgát hjá starfsmönnum og c) grundvallarsmitgát við umbúðaskipti á sárum. Tveir hjúkrunarfræðingar á hverri deild sáu um upplýsingasöfnun ákveðinn dag í nóvember 2006 og í apríl 2008. Tíu legudeildir tóku þátt árið 2006 og ellefu árið 2008. Fylgst var með 158 starfsmönnum árið 2006 og 142 seinna árið. Eftir umbætur báru færri skartgripi (hringi, langa eyrnalokka og hálsfestar) í vinnu með sjúklingum (p=0,03), einnig armbandsúr og armbönd (p<0,001), og fleiri með sítt hár voru með hárið uppsett (p=0,02). Hins vegar fækkaði þeim sem skiptu daglega um starfsmannaföt (p=0,03) og líka þeim sem notuðu hanska við snertingu líkamsvessa ( p<0,001) milli mælinga.

Niðurstöður í kjölfar umbóta gefa vísbendingar um að fylgni starfsmanna á Sjúkrahúsinu á Akureyri við reglur um grundvallarsmitgát hafi batnað nema varðandi dagleg skipti á vinnufatnaði og í notkun á hönskum við snertingu líkamsvessa. Samt sem áður er það þekkt að gæðaverkefni sem þetta hefur ekki langtímaáhrif á grundvallarsmitgát.

Lykilorð: Grundvallarsmitgát, hreinsun handa, öryggi sjúklinga

5.tbl. 2013: Fylgni við reglur um grundvallarsmitgát og umbætur á sjúkrahúsinu á Akureyri árin 2006 og 2008

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka