Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnutengd streita og starfsumhverfi íslenskrahjúkrunardeildarstjóra

12. mars 2014

Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri
Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri
Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri
Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á AkureyriBakgrunnur og tilgangur rannsóknar: 
Samkvæmt erlendum rannsóknum finna hjúkrunardeildarstjórar fyrir miklu vinnuálagi sem skapað getur vinnutengda streitu. Tilgangur þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hvort hjúkrunardeildarstjórar á Íslandi hafi einkenni um vinnutengda streitu, í öðru lagi hverju hún tengist og í þriðja lagi hvaða þættir stuðla að því að þeir séu sáttir eða ósáttir við starfsumhverfi sitt.

Aðferðin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þýðið voru allir kvenhjúkrunardeildarstjórar á öllum sjúkrahúsum landsins. Þeir fjórir karlmenn, sem gegna því hlutverki, voru ekki með í þýðinu.Spurningalisti var sendur rafrænt á 136 kvenhjúkrunardeildarstjóra í gegnum Outcome-kannanakerfið og svöruðu 110 (81%).

Niðurstöður leiddu í ljós að 45% hjúkrunardeildarstjóranna voru yfir streituviðmiðum PSS-streitukvarðans (The Perceived Stress Scale). Ungir hjúkrunardeildarstjórar, þeir sem höfðu
litla stjórnunarreynslu og þeir sem unnu langan vinnudag voru líklegri en aðrir til að vera yfir streituviðmiðunarmörkum. Tæplega þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna (28%), sem ekki fundu fyrir streitu, reyndust yfir streituviðmiðunum. Fram komu sterk jákvæð tengsl milli vinnutengdrar streitu og þess að vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Það sem hjúkrunardeildarstjórarnir töldu geta minnkað vinnutengda streitu mest var fullnægjandi mönnun og að hafa aðstoðardeildarstjóra. Þeir nefndu einnig mikilvægi stuðnings, betra upplýsingaflæðis, að fækka þyrfti verkefnum og að tilgreina þyrfti betur starfssvið hjúkrunardeildarstjóra.

Hjúkrunardeildarstjórarnir voru sáttir við margt, svo sem gott samstarfsfólk, góðan starfsanda, ánægjuleg samskipti og að starfið væri fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi. Ósáttastir voru þeir við starfsmannaeklu, tímaálag, stuðnings- og skilningsleysi
yfirstjórnar, fjárskort, eilífar sparnaðarkröfur og lág laun miðað við ábyrgð.

Helstu ályktanir: Að vera hjúkrunardeildarstjóri er streitusamt starf sem sést á því að tæplega helmingur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir viðurkenndum streituviðmiðum og nær þriðjungur hjúkrunardeildarstjóranna var yfir streituviðmiðunum án þess að gera sér grein fyrir því. Áhættuþættir vinnutengdrar streitu voru, samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar, meðal annars að vera ungur í starfi, hafa ekki langa stjórnunarreynslu og vinna
langan vinnudag. Þrátt fyrir allt voru hjúkrunardeildarstjórar sáttir við margt í sínu starfsumhverfi, svo sem gott samstarfsfólk.

Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, konur, vinnutengd streita, lýsandi þversniðsrannsókn.

1.tbl.2014: Vinnutengd streita og starfsumhverfi íslenskrahjúkrunardeildarstjóra

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka