Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hvernig er fræðsluþörfum aðstandenda gerviliðasjúklinga á Íslandi sinnt?

3. júní 2014

Árún K. Sigurðardóttir, Háskólanum á Akureyri
Brynja Ingadóttir, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands


Aðstandendur gegna mikilvægu hlutverki í bataferli sjúklinga sem fá gerviliði. Með styttri legutíma á sjúkrahúsum er meiri ábyrgð lögð á sjúklinga og aðstandendur hvað varðar umönnun sem heilbrigðisstarfsfólk sinnti áður. Til að sinna þessu hlutverki vel þurfa aðstandendur fræðslu en lítið hefur verið rannsakað hverjar fræðsluþarfir þeirra eru. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig fræðsluþarfir aðstandenda gerviliðasjúklinga eru uppfylltar á Íslandi og bera niðurstöður saman við sambærilegar niðurstöður frá sjúklingum.

Rannsóknin var framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með úrtaki sjúklinga (n=279) sem fóru í skipulagðar gerviliðaaðgerðir á mjöðm eða hné frá nóvember 2009 til júní 2011 og aðstandenda þeirra (n=212) á þeim þremur sjúkrahúsum á Íslandi sem framkvæma
slíkar aðgerðir. Mælipunktar voru þrír: tími 1 (T1) fyrir aðgerð og fyrir formlega fræðslu um aðgerðina; tími 2 (T2) við útskrift eftir aðgerð á sjúkrahúsinu, eftir útskriftarfræðslu, og tími 3 (T3) 6 mánuðum eftir aðgerð. Notuð voru stöðluð matstæki sem mæla væntingar sjúklinga og aðstandenda til fræðslu. Fengin fræðsla og aðgengi aðstandenda að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki var metið með fjórum spurningum úr Good Care Scale. Á T1
svöruðu 212 aðstandendur, á T2 svöruðu 141 og á T3 svöruðu 144 spurningalistum. Meðalaldur var 58 ár (sf 13,5) og spönn frá 19 til 89 ára, flestir voru makar eða 72%. 

Niðurstöður sýndu að bæði aðstandendur og sjúklingar höfðu meiri væntingar til
fræðslu fyrir aðgerðina en þeir töldu sig hafa fengið bæði þegar spurt var strax eftir aðgerð sjúklings og sex mánuðum síðar. Eftir því sem aðstandendur höfðu betra aðgengi að upplýsingum frá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og læknum var væntingum um fræðslu betur sinnt. Álykta má að þörf sé á að meta fræðsluþarfir aðstandenda markvisst og nýta betur tímann til fræðslu meðan sjúklingur dvelur á sjúkrahúsinu.

Lykilorð: Aðstandendur, aðgengi að upplýsingum, fræðsla, skurðaðgerð, væntingar

2.tbl. 2014: Hvernig er fræðsluþörfum aðstandenda gerviliðasjúklinga á Íslandi sinnt?

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka