Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu

Höfundur ljósmyndar:
3. júní 2014
Fræðileg samantekt
Hildur Elísabet Pétursdóttir, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla ÍslandsÁ Íslandi sem og í hinum vestræna heimi mun öldruðum fjölga hlutfallslega á komandi áratugum. Stefna stjórnvalda er að aldraðir geti búið sem lengst á heimilum sínum með viðeigandi aðstoð. Hér hefur ábyrgðin á opinberri þjónustu við þá skipst milli félagsþjónustu,
sem er starfrækt af sveitarfélögunum, og heilbrigðisþjónustu, meðal annars heimahjúkrunar, sem er á vegum ríkisins. Það er yfirlýst stefna stjórnvalda að samþætta þessa þjónustu undir sameiginlegri stjórn sveitarfélaganna. Tilgangur þessarar greinar er að varpa ljósi á það hvernig samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir aldraða er best fyrir komið. Gerð var ítarleg leit að umfjöllun um skilgreiningar á samþættingu, markmiðum hennar og rannsóknum á árangri samþættingarverkefna í gagnasöfnunum PubMed, Scopus, Cinahl og Gegni. Leitin afmarkaðist við greinar frá löndum Evrópu og Norður-Ameríku skrifaðar á ensku frá árunum 2000 til 2010. Lýsingar á samþættingu þjónustueininga innan heilbrigðiskerfisins voru útilokaðar. Stuðst var við aðgreiningu Leutz á stigum samþættingar við flokkun greina. Tekið var mið af 49 ritverkum við greiningu á
skilgreiningum og markmiðum samþættingar. Umfjöllun um árangur samþættingar byggðist á greiningu á 7 stórum verkefnum sem höfðu öll verið metin í rannsóknum. Fram kom að skilningur á samþættingu er breytilegur eftir löndum en lýsingar á markmiðum þessara verkefna voru samhljóða, þ.e. að aldraðir séu betur komnir heima en á stofnunum. Þeir séu misleitur hópur með fjölþættar þjónustuþarfir sem sinnt er af mörgum faghópum sem nauðsynlegt er að samhæfa svo ekki verði tvíverknaður eða göt í þjónustunni. Það
sem einkennir árangursrík samþættingarverkefni er þjónustustjórnun og þjónustustjóri, ein þjónustugátt, gerð er áætlun um þjónustu sem allir sameinast um, matstæki og upplýsingaforrit eða skráning eru sameiginleg, teymisvinna er ástunduð og húsnæði er sameiginlegt.

Hér á landi er vinna við samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu komin einna lengst í Reykjavík þar sem hluti hennar er á þriðja stigi samkvæmt skilgreiningu Leutz. Niðurstöður samantektarinnar eru hjálplegar við mat á styrk og veikleikum samþættingarverkefna.

Lykilorð: Heimaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta, samþætt þjónusta, aldraðir, heimahjúkrun.

2.tbl. 2014: Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu: Fræðileg samantekt

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein