Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Erum við tilbúin þegar á reynir?

13. október 2014
Viðbrögð í kjölfar hamfara og stórslysa

Hulda Ringsted, Sjúkrahúsinu á Akureyri
Árún K. Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

 

Bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar og læknar gegna mikilvægu hlutverki í kjölfar hamfara og stórslysa en geta þó verið illa undirbúnir til slíkra starfa. Reynslubundin þekking er lítil og tækifæri til náms og þjálfunar því nauðsynleg. Íslenskar rannsóknir um efnið eru fáar ef nokkrar og því er mikilvægt að byggja upp fræðilegan grunn þar sem horft er til íslenskra aðstæðna.

Tilgangur rannsóknarinnar: Að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri til viðbragðsgetu stofnunarinnar í kjölfar stórslysa og hamfara, að lýsa sýn þeirra á eigið starfshlutverk og kanna viðhorf þeirra til teymisvinnu, þjálfunar og hæfni til starfa í kjölfar stórslysa og hamfara.

Rannsóknaraðferð: Notuð var eigindleg aðferð með rýnihópum. Þátttakendum (n=17) var skipt í fjóra 3-5 manna rýnihópa sem valdir voru með tilgangsúrtaki úr hópi hjúkrunarfræðinga og lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viðtölin voru greind með eigindlegri innihaldsgreiningu.

Helstu niðurstöður: Hjúkrunarfræðingar og læknar Sjúkrahússins á Akureyri hafa litla reynslu af störfum í kjölfar stórslysa og hamfara og æfingar eru fátíðar. Starfshlutverk eru ekki alltaf skýr en starfsmenn geta þurft að sinna störfum sem þeir gegna ekki venjulega. Skilgreina þarf betur hlutverk stjórnenda og þjálfa starfsmenn í það hlutverk. Hæfni til daglegra starfa nýtist til starfa í stórslysum og hamförum en nauðsynlegt er að bæta hæfni í stjórnun, samvinnu og til að vinna sérhæfð verk. Reglulegar æfingar eru mikilvægar, gjarnan í formi stórslysa- eða verkþáttaæfinga.

Ályktanir:
 Lítil sjúkrahús þurfa að taka tillit til stærðar sinnar við gerð viðbragðsáætlana og gera í þeim greinarmun á eðli og alvarleika atburða. Hlutverk starfsmanna þarf að skýra og skilgreina og þá þarf að þjálfa. Góð almenn starfshæfni nýtist við störf í kjölfar stórslysa og hamfara en sértæka hæfni þarf að þjálfa.
Þjálfun þarf að vera regluleg og hana má efla með því að tengja hana inn í daglegt starf. Sérstaka áherslu ætti að leggja á þjálfun stjórnenda sem og á þjálfun í teymisvinnu.

Lykilorð: Stórslys, hamfarir, menntun, starfshæfni, starfshlutverk.

3.tbl. 2014: Erum við tilbúin þegar á reynir? Viðbrögð í kjölfar hamfara og stórslysa

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka