Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Óframkvæmd hjúkrun á Íslandi

26. nóvember 2014
Lýsandi rannsókn

Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Heiður Hrund Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslandi

 

Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á tíðni og orsakir óframkvæmdrar hjúkrunar á legudeildum lyflækninga, skurð­ lækninga og gjörgæslu á sjúkrahúsum á Íslandi. Þátttakendur voru allir starfsmenn hjúkrunar á 27 legudeildum átta heilbrigðisstofnana á Íslandi. Skriflegur spurningalisti um óframkvæmda húkrun,MISSCARE Survey-Icelandic, var sendur 864 einstaklingum og var svörun 69,3%. Spurt var um hve algeng óframkvæmd hjúkrun er á deild þátttakenda og ástæður hennar auk bakgrunnsspurninga.

Um lýsandi megindlega þversniðsrannsókn var að ræða. Flestir þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar (57,7%) og sjúkraliðar (37,1%), yngri en 55 ára (76,2%), unnu að minnsta kosti 30 stundir á viku (75,1%) á breytilegum vöktum (83,7%). Hjúkrunarathafnir,
sem flestir þátttakendur sögðu óframkvæmdar á sinni deild, voru: aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum, þverfaglegir fundir alltaf sóttir og sjúklingar fræddir um sjúkdóm, próf og greiningarrannsóknir. Helstu ástæður óframkvæmdrar
hjúkrunar tengdust mannafla og var algengasta ástæðan ófyrirséð fjölgun sjúklinga eða aukin hjúkrunarþyngd á deildinni.

Óframkvæmd hjúkrun og ástæður tengdar mannafla, aðföngum og samskiptum voru marktækt algengari á kennslusjúkrahúsum en öðrum sjúkrahúsum (tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar p<0,001; ástæður tengdar mannafla p<0,05; ástæður tengdar aðföngum og
ástæður tengdar samskiptum p<0,001). Óframkvæmd hjúkrun var marktækt algengari á deildum lyflækninga og skurðlækninga en gjörgæslu og blönduðum deildum (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar töldu hjúkrun marktækt oftar óframkvæmda en sjúkraliðar (p<0,001)
og að ástæður tengdust mannafla (p<0,001). Tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar og ástæður hennar tengdust einnig aldri þátttakenda og hversu góða þeir töldu mönnun á sinni deild almennt vera.

Niðurstöður benda til þess að huga verði betur að grunnhjúkrun sjúklinga á legudeildum íslenskra sjúkrahúsa og skoða þarf betur mannaflann, nýtingu hans og skipulag aðfanga. Stjórnendur og klínískir starfsmenn hjúkrunar verða að setja hjúkrun sjúklinga í forgang í vinnu sinni. Frekari rannsókna er þörf á óframkvæmdri hjúkrun á Íslandi.

Lykilorð: Óframkvæmd hjúkrun, rannsókn, sjúkrahús.

4.tbl. 2014: Óframkvæmd hjúkrun á Íslandi: Lýsandi rannsókn

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála