Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Óframkvæmd hjúkrun á Íslandi

Höfundur ljósmyndar:
26. nóvember 2014
Lýsandi rannsókn

Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
Heiður Hrund Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslandi

 

Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á tíðni og orsakir óframkvæmdrar hjúkrunar á legudeildum lyflækninga, skurð­ lækninga og gjörgæslu á sjúkrahúsum á Íslandi. Þátttakendur voru allir starfsmenn hjúkrunar á 27 legudeildum átta heilbrigðisstofnana á Íslandi. Skriflegur spurningalisti um óframkvæmda húkrun,MISSCARE Survey-Icelandic, var sendur 864 einstaklingum og var svörun 69,3%. Spurt var um hve algeng óframkvæmd hjúkrun er á deild þátttakenda og ástæður hennar auk bakgrunnsspurninga.

Um lýsandi megindlega þversniðsrannsókn var að ræða. Flestir þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar (57,7%) og sjúkraliðar (37,1%), yngri en 55 ára (76,2%), unnu að minnsta kosti 30 stundir á viku (75,1%) á breytilegum vöktum (83,7%). Hjúkrunarathafnir,
sem flestir þátttakendur sögðu óframkvæmdar á sinni deild, voru: aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum, þverfaglegir fundir alltaf sóttir og sjúklingar fræddir um sjúkdóm, próf og greiningarrannsóknir. Helstu ástæður óframkvæmdrar
hjúkrunar tengdust mannafla og var algengasta ástæðan ófyrirséð fjölgun sjúklinga eða aukin hjúkrunarþyngd á deildinni.

Óframkvæmd hjúkrun og ástæður tengdar mannafla, aðföngum og samskiptum voru marktækt algengari á kennslusjúkrahúsum en öðrum sjúkrahúsum (tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar p<0,001; ástæður tengdar mannafla p<0,05; ástæður tengdar aðföngum og
ástæður tengdar samskiptum p<0,001). Óframkvæmd hjúkrun var marktækt algengari á deildum lyflækninga og skurðlækninga en gjörgæslu og blönduðum deildum (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar töldu hjúkrun marktækt oftar óframkvæmda en sjúkraliðar (p<0,001)
og að ástæður tengdust mannafla (p<0,001). Tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar og ástæður hennar tengdust einnig aldri þátttakenda og hversu góða þeir töldu mönnun á sinni deild almennt vera.

Niðurstöður benda til þess að huga verði betur að grunnhjúkrun sjúklinga á legudeildum íslenskra sjúkrahúsa og skoða þarf betur mannaflann, nýtingu hans og skipulag aðfanga. Stjórnendur og klínískir starfsmenn hjúkrunar verða að setja hjúkrun sjúklinga í forgang í vinnu sinni. Frekari rannsókna er þörf á óframkvæmdri hjúkrun á Íslandi.

Lykilorð: Óframkvæmd hjúkrun, rannsókn, sjúkrahús.

4.tbl. 2014: Óframkvæmd hjúkrun á Íslandi: Lýsandi rannsókn

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein