Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Starfsánægja, streita og heilsufar á breytingatímum

26. nóvember 2014
Rannsókn á Kragasjúkrahúsunum

Birna G. Flygenring, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar greina frá streitu, starfsánægju, heilsu og vinnu og starfsumhverfi á endurskipulagningar- og niðurskurðartímum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Einnig var ákveðið að skoða hvort munur er á þessum breytum eftir starfshópunum tveimur og út frá sjálfmetnum áhrifum kreppunnar á starf og einkalíf.

Jafnframt vildu rannsakendur athuga hvaða þættir spá fyrir um starfsánægju og vinnutengda streitu hjá þessum hópum. Gagna var aflað með spurningalista sem í voru mælitækin Streituvaldar í vinnu og Starfsánægjukvarðinn auk bakgrunnsspurninga.
Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem störfuðu á Kragasjúkrahúsunum vorið 2011. Svörunin var 64,7% (n=143).

Flestir þátttakenda (69%) voru eldri en 45 ára og höfðu starfað í meira en 10 ár á núverandi stofnun. Þáttagreining Starfsánægjukvarðans greindi fimm þætti og kvarðans Streituvaldar í vinnu fjóra þætti.

Þátttakendur voru almennt frekar ánægðir í starfi en fundu jafnframt til talsverðrar streitu. Þeir voru ánægðastir með Samstarfsfólk og óánægðastir með Laun og hlunnindi. Teljandi munur fannst ekki á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Sjúkraliðar voru
marktækt eldri, með lengri starfsaldur og voru í hærra starfshlutfalli.

Hjúkrunarfræðingar voru marktækt óánægðari með Starfsframa og starfsmöguleika en marktækt ánægðari með Jafnvægi milli vinnutíma og frítíma en sjúkraliðar. Þá fundu hjúkrunarfræðingar fyrir meiri heildarstreitu en sjúkraliðar. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að streita í starfi og stuðningur deildarstjóra spáðu mest fyrir
um starfsánægju en atriðin starfsánægja, líkamleg streitueinkenni, að íhuga að hætta núverandi starfi ef starf býðst á annarri stofnun, að komast ekki úr vinnu á réttum tíma vegna álags og áhrif kreppu á streitu í einkalífi spáðu mest fyrir um streitu. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna að stjórnendur verða að vera meðvitaðir um að niðurskurður og endurskipulagning á heilbrigðisstofnunum getur haft neikvæð áhrif á líðan og starfsánægju starfsmanna. Því er afar mikilvægt að þeir styðji markvisst við bakið á starfsfólki til að hafa jákvæð áhrif á þessu sviði.

Lykilorð: Starfsánægja, streita, endurskipulagning og niðurskurður, heilsa, vinna og starfsumhverfi.

4.tbl. 2014: Starfsánægja, streita og heilsufar á breytingatímum: Rannsókn á Kragasjúkrahúsum

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka