Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Er þörf á þessum þvaglegg? Notkun þvagleggja og þvagfærasýkingar þeim tengdar á skurðlækninga- og lyflækningadeildum Landspítala fyrir og eftir íhlutun

Höfundur ljósmyndar:
21. nóvember 2016
Notkun þvagleggja og þvagfærasýkingar þeim tengdar á skurðlækninga- og lyflækningadeildum Landspítala fyrir og eftir íhlutun

Hildur Einarsdóttir, Landspítala
Katrín Blöndal, Landspítala og Háskóla Íslands
Brynja Ingadóttir, Landspítala og Háskóla Íslands
Elín J. G. Hafsteinsdóttir, Landspítala
Dóróthea Bergs, Landspítala 
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Landspítala
Ingunn Steingrímsdóttir, Landspítala
Sigrún Rósa Steindórsdóttir, Landspítala


Tilgangur:
 Spítalasýkingar eru vaxandi vandamál víða um heim. Um 40% spítalasýkinga eru þvagfærasýkingar og rekja má 80% þeirra til inniliggjandi þvagleggja. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina notkun þvagleggja og tíðni þvagfærasýkinga, sem þeim tengjast, fyrir og eftir íhlutun á skurðlækninga- og lyflækningadeildum Landspítala.

Aðferðir: Framvirk og lýsandi samanburðarrannsókn á 17 legudeildum. Úrtakið var allir sjúklingar sem lögðust inn á rannsóknartímabilunum og fengu þvaglegg á tveimur fjögurra vikna tímabilum, annars vegar fyrir íhlutun (T1) og hins vegar ári eftir íhlutunina (T2). Íhlutunin fól í sér útgáfu nýrra verklagsreglna um þvagleggi og fræðslu um gagnreynda notkun þeirra til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á þátttökudeildum. Gögnum var safnað á þessum tímabilum um ábendingar fyrir ísetningu þvagleggs, ábendingar fyrir áframhaldandi notkun hans, sýkingareinkenni og þvagræktanir.

Niðurstöður: Af sjúklingum, sem voru lagðir inn á skurðlækningadeildir, fengu 33% þvaglegg á hvoru tímabili og var meirihluti settur á skurðstofu á báðum tímabilum. Af sjúklingum á lyflækningadeildum fengu 11% þvaglegg á hvoru tímabili, flestir á legu-, dag- eða göngudeildum á báðum tímabilum. Ábendingar voru til staðar fyrir uppsetningu þvagleggja í flestum tilvikum á bæði skurðlækninga- og lyflækningadeildum. Hlutfall þvagleggsdaga án ábendinga lækkaði á milli tímabila bæði á skurðlækningadeildum (p<0,01) og á lyflækningadeildum (p=0,01). Hlutfall sjúklinga sem útskrifuðust með þvaglegg lækkaði á skurðlækningadeildum (p=0,05) en ekki á lyflækningadeildum (p=0,19). Ekki varð marktæk breyting á fjölda þvagfærasýkinga á deildunum.

Ályktun: Íhlutun um markvissa notkun þvagleggja skilaði árangri þar sem hlutfall þvagleggsdaga án gildra ábendinga lækkaði, bæði á skurðlækninga- og lyflækningadeildum og sjúklingum sem útskrifuðust með þvaglegg fækkaði á skurðlækningadeildum. Til að draga enn frekar úr ónauðsynlegri notkun inniliggjandi þvagleggja þarf að beina íhlutun að þeim deildum þar sem ákvörðun er tekin um ísetningu og tryggja að starfsfólk á deildum taki daglega ígrundaða afstöðu til þess hvort þörf sé á þvagleggnum. Bæta þarf skráningu um notkun þvagleggja.

Lykilorð: Fræðsla, þvagfærasýkingar tengdar þvagleggjum, ábendingar, þvagleggir, gagnreyndar leiðbeiningar.

4.tbl. 2016: Er þörf á þessum þvaglegg? Notkun þvagleggja og þvagfærasýkingar þeim tengdar á skurðlækninga- og lyflækningadeildum Landspítala fyrir og eftir íhlutun

Fagið

Forvarnir og fræðsla

Innkirtlar

Sjúkdómar

Sýkingar og smit

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein