Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Strok á geðdeildum Landspítalans: Tíðni og aðdragandi

Höfundur ljósmyndar:
21. nóvember 2016
Tíðni og aðdragandi

Jón Snorrason, Landspítala
Hjalti Einarsson, Landspítala
Guðmundur Sævar Sævarsson, Landspítala
Jón Friðrik Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: 
Að rannsaka hve oft sjúklingar á geðdeildum Landspítalans struku á einu ári og hver aðdragandi stroksins var.

Aðferð: Þátttakendur voru 14 starfsmenn á geðsviði Landspítala og átta sjúklingar sem struku. Beitt var blandaðri aðferð (mixed method), þ.e. bæði eigindlegri og megindlegri. Aðferð grundaðrar kenningar var beitt við greiningu eigindlegra gagna. Gagna var aflað úr hjúkrunar- og sjúkraskrám og slysa- og atvikaskrám, en jafnframt var safnað upplýsingum um fjölda sjúklinga sem struku, af hvaða deild þeir struku, hvaða dag og á hvaða tíma dags þeir struku, hversu lengi strok þeirra stóð hverju sinni, hvert þeir fóru, hvað þeir gerðu, hvenær þeir komu aftur á deild og hver sjúkdómsgreining þeirra var.

Niðurstöður: 34 sjúklingar struku samtals 84 sinnum á einu ári. Helsti aðdragandi stroks tveimur sólarhringum áður var löngun sjúklinga í vímuefni, beiting aðhaldsaðgerða, aflétting aðhaldsaðgerða og strokatferli sjúklinga.
Ályktanir: Fáir sjúklingar eru á bak við allar strokferðir á geðdeildum Landspítalans. Sé miðað við erlendar rannsóknir er strok frekar fátítt hérlendis. Þótt aðdragandi stroks sé oft og tíðum sjáanlegur þegar vel er að gáð getur verið erfitt að koma alveg í veg fyrir það.

Lykilorð: Strok af geðdeildum, tíðni, aðdragandi, blönduð rannsóknaraðferð.

4.tbl. 2016: Strok á geðdeildum Landspítalans: Tíðni og aðdragandi

Fagið

Fíkn og vímuvarnir

Geðrækt

Faggrein

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein