Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Strok á geðdeildum Landspítalans: Tíðni og aðdragandi

21. nóvember 2016
Tíðni og aðdragandi

Jón Snorrason, Landspítala
Hjalti Einarsson, Landspítala
Guðmundur Sævar Sævarsson, Landspítala
Jón Friðrik Sigurðsson, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Landspítala


Tilgangur: 
Að rannsaka hve oft sjúklingar á geðdeildum Landspítalans struku á einu ári og hver aðdragandi stroksins var.

Aðferð: Þátttakendur voru 14 starfsmenn á geðsviði Landspítala og átta sjúklingar sem struku. Beitt var blandaðri aðferð (mixed method), þ.e. bæði eigindlegri og megindlegri. Aðferð grundaðrar kenningar var beitt við greiningu eigindlegra gagna. Gagna var aflað úr hjúkrunar- og sjúkraskrám og slysa- og atvikaskrám, en jafnframt var safnað upplýsingum um fjölda sjúklinga sem struku, af hvaða deild þeir struku, hvaða dag og á hvaða tíma dags þeir struku, hversu lengi strok þeirra stóð hverju sinni, hvert þeir fóru, hvað þeir gerðu, hvenær þeir komu aftur á deild og hver sjúkdómsgreining þeirra var.

Niðurstöður: 34 sjúklingar struku samtals 84 sinnum á einu ári. Helsti aðdragandi stroks tveimur sólarhringum áður var löngun sjúklinga í vímuefni, beiting aðhaldsaðgerða, aflétting aðhaldsaðgerða og strokatferli sjúklinga.
Ályktanir: Fáir sjúklingar eru á bak við allar strokferðir á geðdeildum Landspítalans. Sé miðað við erlendar rannsóknir er strok frekar fátítt hérlendis. Þótt aðdragandi stroks sé oft og tíðum sjáanlegur þegar vel er að gáð getur verið erfitt að koma alveg í veg fyrir það.

Lykilorð: Strok af geðdeildum, tíðni, aðdragandi, blönduð rannsóknaraðferð.

4.tbl. 2016: Strok á geðdeildum Landspítalans: Tíðni og aðdragandi

Fagið

Fíkn og vímuvarnir

Geðrækt

Faggrein

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka