Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

RSSgreinasafn
27. október 2017

Lyfjamistök eru talin meðal algengustu mistaka í heilbrigðisþjónustu og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi sjúklinga og er talið að mistök í heilbrigðisþjónustu séu þriðja helsta dánarorsökin. Lyfjaumsýsla er flókið ferli sem skipta má í undirbúning, tiltekt, gjöf og skráningu og er mikilvægur þáttur í meðferð og umönnun sjúklinga. Stór hluti lyfjaumsýslu og eftirlit með lyfjaumsýslu er í höndum hjúkrunarfræðinga. 

Hlutverk hjúkrunarfræðinga og ábyrgð í lyfjaumsýslu felst í að taka til lyf sem læknir hefur ávísað, gefa sjúklingi lyfin, fylgjast með verkun og aukaverkunum þeirra, meta árangur og skrá lyfjagjöfina. Framkvæmd lyfjaumsýslu innan heilbrigðisþjónustunnar krefst samvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga. Lyfjaumsýsluferlið hefst þegar læknirinn ávísar lyfinu og lýkur þegar hjúkrunarfræðingurinn gefur sjúklingnum lyfið, fylgist með verkun þess og skráir lyfjagjöfina. Hjúkrunarfræðingurinn er síðasti hlekkurinn í ferlinu og er ábyrgur fyrir lyfjagjöfinni.

Sjá greinina í fullri lengd. 

Til baka

Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Vinnumarkaður

Viðtöl

Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu, hefur sett fram aðgerðaáætlun og markmið að auka hlutfall karlmanna í hjúkrun í 10% árið 2023.

Nánar

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Stjórnvöld

Viðtöl

Áhugi Ragnhildar I. Bjarnadóttur hjúkrunarfræðings á heilsuvernd og forvörnum varð til þess að hún ákvað að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám í lýðheilsufræði.

Nánar

Fagleg málefni

Sjálfsmynd

Vinnumarkaður

Viðtöl

Afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að sögn Ástu Snorradóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.

Nánar

Fræðigreinar