Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Af hverju ítalskir en ekki íslenskir karlmenn?

greinasafn
1. nóvember 2017

Á sama tíma og Ísland trónir á toppnum í árangri í jafnréttismálum þá eru eingöngu 2% hjúkrunarfræðinga á Íslandi karlar. Til að sporna við þessu lága hlutfalli hefur Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu, sett fram aðgerðaáætlun og markmið að hlutfall karlmanna, sem útskrifist af heilbrigðisvísindasviði, verði 10% árið 2023.

„Við erum alltaf að leita leiða til að fjölga karlmönnum í stéttinni,“ segir dr. Gísli Kort Kristófersson. Í félagi við dr. Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri flutti hann erindi á ráðstefnunni Hjúkrun 2017 um aðgerðaáætlun og stefnumótun til að hækka hlutfall karla í hjúkrun. Verkefnið, sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, felst í að kortleggja stöðu karla í hjúkrunarnámi á Íslandi, Danmörku og Noregi. Hlutfallið þar er heldur hærra, eða 3½% í Danmörku og 9% í Noregi. Hlutfallið er enn hærra víða annars staðar en á Ítalíu eru karlmenn fjórðungur stéttarinnar og helmingur allra hjúkrunarfræðinga í Márítíus. 

Lykill að langtímabreytingum

Í erindinu veltu þau fyrir sér af hverju ítalskir karlmenn geti orðið hjúkrunarfræðingar en ekki íslenskir. Það skjóti skökku við þegar litið er til árangurs Íslands í jafnréttismálum. Ísland hefur trónað í efsta sæti undanfarin sjö ár samkvæmt Global Gender Gap Report, en það er skýrsla um jafnréttismál í heiminum, sem gefin er út árlega af Alþjóðaefnahagsráðinu. Til samanburðar er Ítalía í 50. sæti. Það sem þarna vegur þyngst er forysta kvenna á sviði stjórnmála og aðgengi að menntun. Þá er Ísland í hópi tíu efstu landanna þegar litið er til atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði.

Fjöldi hugmynda er á teikniborðinu í þessu samnorræna verkefni. Verið er að kortleggja stöðu karla í hjúkrunarnámi til að leita leiða hvað gengur upp og hvað ekki, og hverju þurfi að breyta. Auk þess skuli stefnt að því að hlutfall karlmanna, sem útskrifist af heilbrigðisvísindasviði árið 2023, verði 10%. Þá þarf að efla fræðslu fyrir kennara og starfsfólk. Verkefnið felst til dæmis í að finna bestu leiðirnar til að hækka hlutfall karlmanna í hjúkrunarfræði, meðal annars með eigindlegum viðtölum við nemendur og kennara og rýna í námskrána okkar með kynjagleraugum, segja þau Gísli Kort og Eydís. „Við erum að hugsa þetta sem lykil að langtímabreytingum, ekki enn eitt átaksverkefnið. Við teljum að það sé mikilvægt að muna að engar rannsóknir, sem við höfum fundið, benda til þess að það séu verk innan hjúkrunarfræðinnar sem henti betur konum en körlum eða öfugt.“

Til baka

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Vinnumarkaður

Hjúkrunarfræðingurinn

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein