Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Forvarnir eru aðalmálið hér“

greinasafn
1. nóvember 2017

Afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að því er fram kom í erindi dr. Ástu Snorradóttur, hjúkrunar- og félagsfræðings og lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands á ráðstefnunni Hjúkrun 2017. Erindi hennar „Einelti á íslenskum vinnustöðum og áhrif á heilsu og líðan starfsfólks“ var hluti af erindalotunni Starfsumhverfi.

Ásta kynnti rannsókn á einelti á íslenskum vinnustöðum sem hafði að markmiði að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltis, hverjar afleiðingar eineltis væru fyrir þolendur á vinnustað og fyrir heilsu og þeirra og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem starfa að vinnuvernd geti betur stuðlað að forvörnum gegn einelti.

Heilbrigt starfsumhverfi fær stöðugt meira vægi

Ásta vann að rannsókninni ásamt fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Vinnueftirlitinu, en heilbrigt félagslegt starfsumhverfi er eitt af viðfangsefnum Vinnueftirlitsins og hefur fengið stöðugt meira vægi og athygli síðastliðin ár. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8-20% starfsfólks greina frá að hafa orðið fyrir einelti í starfi. Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði langvinnar og skammvinnar. Það er algengast að þær leiði til verri geðheilsu en geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu. Einelti getur haft áhrif á starfshæfni og það eru þekkt dæmi um að fólk hafi misst starfsgetu vegna þess. Dr. Ásta lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti með aðgerðum á vinnustað og sagði: „ ... forvarnir eru aðalmálið hér,“ því það er alltaf erfitt að vinna með eineltismál eftir að það er komið fram. Aðspurð um starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar benti hún á að þar væri afar mikilvægt að sinna vel félagslegu starfsumhverfi og tók sem dæmi hið mikla álag sem þar ríkir. Slíkt er áhættuþáttur erfiðra og neikvæðra samskipta – þar á meðal eineltis.

Nánar er fjallað um efnið í næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga sem kemur út síðar í mánuðinum. 

Til baka

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Vinnumarkaður

Hjúkrunarfræðingurinn

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein