Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Forvarnir eru aðalmálið hér“

RSSgreinasafn
1. nóvember 2017

Afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að því er fram kom í erindi dr. Ástu Snorradóttur, hjúkrunar- og félagsfræðings og lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands á ráðstefnunni Hjúkrun 2017. Erindi hennar „Einelti á íslenskum vinnustöðum og áhrif á heilsu og líðan starfsfólks“ var hluti af erindalotunni Starfsumhverfi.

Ásta kynnti rannsókn á einelti á íslenskum vinnustöðum sem hafði að markmiði að varpa ljósi á birtingarmyndir eineltis, hverjar afleiðingar eineltis væru fyrir þolendur á vinnustað og fyrir heilsu og þeirra og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem starfa að vinnuvernd geti betur stuðlað að forvörnum gegn einelti.

Heilbrigt starfsumhverfi fær stöðugt meira vægi

Ásta vann að rannsókninni ásamt fyrrum samstarfsfólki sínu hjá Vinnueftirlitinu, en heilbrigt félagslegt starfsumhverfi er eitt af viðfangsefnum Vinnueftirlitsins og hefur fengið stöðugt meira vægi og athygli síðastliðin ár. Einelti er enda algengt og sýna íslenskar rannsóknir að 8-20% starfsfólks greina frá að hafa orðið fyrir einelti í starfi. Afleiðingar eineltis geta verið alvarlegar. Þær geta verið bæði langvinnar og skammvinnar. Það er algengast að þær leiði til verri geðheilsu en geta líka haft áhrif á líkamlega heilsu. Einelti getur haft áhrif á starfshæfni og það eru þekkt dæmi um að fólk hafi misst starfsgetu vegna þess. Dr. Ásta lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að koma í veg fyrir einelti með aðgerðum á vinnustað og sagði: „ ... forvarnir eru aðalmálið hér,“ því það er alltaf erfitt að vinna með eineltismál eftir að það er komið fram. Aðspurð um starfsumhverfi heilbrigðisþjónustunnar benti hún á að þar væri afar mikilvægt að sinna vel félagslegu starfsumhverfi og tók sem dæmi hið mikla álag sem þar ríkir. Slíkt er áhættuþáttur erfiðra og neikvæðra samskipta – þar á meðal eineltis.

Nánar er fjallað um efnið í næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga sem kemur út síðar í mánuðinum. 

Til baka

Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Vinnumarkaður

Viðtöl

Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu, hefur sett fram aðgerðaáætlun og markmið að auka hlutfall karlmanna í hjúkrun í 10% árið 2023.

Nánar

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Heilbrigðiskerfi

Stjórnvöld

Viðtöl

Áhugi Ragnhildar I. Bjarnadóttur hjúkrunarfræðings á heilsuvernd og forvörnum varð til þess að hún ákvað að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám í lýðheilsufræði.

Nánar

Fagleg málefni

Sjálfsmynd

Vinnumarkaður

Viðtöl

Afleiðingar eineltis geta verið mjög alvarlegar en allt að fimmtungur starfsfólks hefur orðið fyrir einelti í starfi að sögn Ástu Snorradóttur, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.

Nánar

Fræðigreinar