Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnumhverfi og líðan í starfi

17. nóvember 2017

Undanfarið hafa hjúkrunarfræðingar verið í sviðsljósinu í kjölfar útgáfu skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi. Í skýrslunni leitaðist Ríkisendurskoðun við að kanna umfang og ástæður vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa, en sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort og hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þeim vanda, auk þess að skoða leiðir til úrbóta. Í niðurstöðunum er bent á að móta þurfi stefnu og áætlun vegna stöðu hjúkrunar, efla þurfi eftirlitshlutverk Embætti landlæknis og fjölga nemendum í hjúkrunarfræði, auk endurskoðun reiknislíkans háskólanna fyrir hjúkrunarfræðinám. Mikil umræða varð í fjölmiðlum um launakjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í kjölfarið en má segja að það sé viss viðurkenning fyrir okkur að svona skýrsla, sem útgefin er af ríkinu, skuli hafa þennan samhljóm við okkar niðurstöður .

Efni umræddrar skýrslu bergmálar í raun það sem við höfum verið að segja í áraraðir og barist fyrir við misjafnar undirtektir ráðamanna. Einnig hefur verið ánægjulegt að sjá hvað ýmsir hagsmunaaðilar, s.s. heilbrigðisstofnanir og  hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, hafa tekið undir þessa umræðu en mikill samhljómur hefur ríkt í skilaboðum til ráðamanna um alvarleika málsins. Okkur er ljóst að íslenskt heilbrigðiskerfi er sífellt minna samkeppnishæft um starfskrafta hjúkrunarfræðinga.

Stjórnmálamenn viðurkenna vandann
Jafnframt gerðu margir stjórnmálaflokkar slæmt ástand á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga að sínu umræðuefni í aðdraganda kosninganna. Kom það skýrt fram þegar rætt var um núverandi ástand í heilbrigðiskerfinu að flestir flokkar töldu ástæðu til að hækka laun hjúkrunarfræðinga og skoða vinnuumhverfið. Nú er bara að sjá hvað alþingismönnum ber gæfa til að gera á nýju þingi.

Viðhorfskönnun meðal hjúkrunarfræðinga til vinnuumhverfis og líðan í starfi
Fíh fól fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna til ýmissa þátta er lúta að vinnuumhverfi, aðbúnaði og líðan í starfi. Hjúkrunarfræðingum yngri en 70 ára og þeim sem vinna við hjúkrun hefur verið sendur tölvupóstur með hlekk á könnunina og vona ég að þeir svari könnuninni fljótt og vel. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo að niðurstöðurnar nýtist sem skyldi.  Þær munu m.a. nýtast okkur við að móta áherslur í baráttunni fyrir bættum hagsmunum hjúkrunarfræðinga og mótun krafna fyrir kjaraviðræður.  

Daginn er tekið að stytta verulega og sólin lækkar á lofti. Laufin eru fallin af trjánum og veturinn genginn í garð. Farið vel með ykkur og njótið frítímans því mikilvægt er að muna að hjúkrun er launuð vinna en ekki lífsstíll.

Pistlar

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka