Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnumhverfi og líðan í starfi

17. nóvember 2017

Undanfarið hafa hjúkrunarfræðingar verið í sviðsljósinu í kjölfar útgáfu skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi. Í skýrslunni leitaðist Ríkisendurskoðun við að kanna umfang og ástæður vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa, en sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort og hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þeim vanda, auk þess að skoða leiðir til úrbóta. Í niðurstöðunum er bent á að móta þurfi stefnu og áætlun vegna stöðu hjúkrunar, efla þurfi eftirlitshlutverk Embætti landlæknis og fjölga nemendum í hjúkrunarfræði, auk endurskoðun reiknislíkans háskólanna fyrir hjúkrunarfræðinám. Mikil umræða varð í fjölmiðlum um launakjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í kjölfarið en má segja að það sé viss viðurkenning fyrir okkur að svona skýrsla, sem útgefin er af ríkinu, skuli hafa þennan samhljóm við okkar niðurstöður .

Efni umræddrar skýrslu bergmálar í raun það sem við höfum verið að segja í áraraðir og barist fyrir við misjafnar undirtektir ráðamanna. Einnig hefur verið ánægjulegt að sjá hvað ýmsir hagsmunaaðilar, s.s. heilbrigðisstofnanir og  hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, hafa tekið undir þessa umræðu en mikill samhljómur hefur ríkt í skilaboðum til ráðamanna um alvarleika málsins. Okkur er ljóst að íslenskt heilbrigðiskerfi er sífellt minna samkeppnishæft um starfskrafta hjúkrunarfræðinga.

Stjórnmálamenn viðurkenna vandann
Jafnframt gerðu margir stjórnmálaflokkar slæmt ástand á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga að sínu umræðuefni í aðdraganda kosninganna. Kom það skýrt fram þegar rætt var um núverandi ástand í heilbrigðiskerfinu að flestir flokkar töldu ástæðu til að hækka laun hjúkrunarfræðinga og skoða vinnuumhverfið. Nú er bara að sjá hvað alþingismönnum ber gæfa til að gera á nýju þingi.

Viðhorfskönnun meðal hjúkrunarfræðinga til vinnuumhverfis og líðan í starfi
Fíh fól fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna til ýmissa þátta er lúta að vinnuumhverfi, aðbúnaði og líðan í starfi. Hjúkrunarfræðingum yngri en 70 ára og þeim sem vinna við hjúkrun hefur verið sendur tölvupóstur með hlekk á könnunina og vona ég að þeir svari könnuninni fljótt og vel. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo að niðurstöðurnar nýtist sem skyldi.  Þær munu m.a. nýtast okkur við að móta áherslur í baráttunni fyrir bættum hagsmunum hjúkrunarfræðinga og mótun krafna fyrir kjaraviðræður.  

Daginn er tekið að stytta verulega og sólin lækkar á lofti. Laufin eru fallin af trjánum og veturinn genginn í garð. Farið vel með ykkur og njótið frítímans því mikilvægt er að muna að hjúkrun er launuð vinna en ekki lífsstíll.

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Félagið

Hjúkrun

Mönnunarmál

Vinnumarkaður

Pistlar

Könnun á viðhorfi, ánægju og ýmsum þáttum sem snerta starf hjúkrunarfræðinga.

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála