Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnumhverfi og líðan í starfi

greinasafn
17. nóvember 2017

Undanfarið hafa hjúkrunarfræðingar verið í sviðsljósinu í kjölfar útgáfu skýrslu Ríkisendurskoðunar Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi. Í skýrslunni leitaðist Ríkisendurskoðun við að kanna umfang og ástæður vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa, en sérstök áhersla var lögð á að skoða hvort og hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þeim vanda, auk þess að skoða leiðir til úrbóta. Í niðurstöðunum er bent á að móta þurfi stefnu og áætlun vegna stöðu hjúkrunar, efla þurfi eftirlitshlutverk Embætti landlæknis og fjölga nemendum í hjúkrunarfræði, auk endurskoðun reiknislíkans háskólanna fyrir hjúkrunarfræðinám. Mikil umræða varð í fjölmiðlum um launakjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga í kjölfarið en má segja að það sé viss viðurkenning fyrir okkur að svona skýrsla, sem útgefin er af ríkinu, skuli hafa þennan samhljóm við okkar niðurstöður .

Efni umræddrar skýrslu bergmálar í raun það sem við höfum verið að segja í áraraðir og barist fyrir við misjafnar undirtektir ráðamanna. Einnig hefur verið ánægjulegt að sjá hvað ýmsir hagsmunaaðilar, s.s. heilbrigðisstofnanir og  hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, hafa tekið undir þessa umræðu en mikill samhljómur hefur ríkt í skilaboðum til ráðamanna um alvarleika málsins. Okkur er ljóst að íslenskt heilbrigðiskerfi er sífellt minna samkeppnishæft um starfskrafta hjúkrunarfræðinga.

Stjórnmálamenn viðurkenna vandann
Jafnframt gerðu margir stjórnmálaflokkar slæmt ástand á vinnumarkaði hjúkrunarfræðinga að sínu umræðuefni í aðdraganda kosninganna. Kom það skýrt fram þegar rætt var um núverandi ástand í heilbrigðiskerfinu að flestir flokkar töldu ástæðu til að hækka laun hjúkrunarfræðinga og skoða vinnuumhverfið. Nú er bara að sjá hvað alþingismönnum ber gæfa til að gera á nýju þingi.

Viðhorfskönnun meðal hjúkrunarfræðinga til vinnuumhverfis og líðan í starfi
Fíh fól fyrirtækinu Maskínu ehf. að gera rafræna könnun á viðhorfi félagsmanna til ýmissa þátta er lúta að vinnuumhverfi, aðbúnaði og líðan í starfi. Hjúkrunarfræðingum yngri en 70 ára og þeim sem vinna við hjúkrun hefur verið sendur tölvupóstur með hlekk á könnunina og vona ég að þeir svari könnuninni fljótt og vel. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt svo að niðurstöðurnar nýtist sem skyldi.  Þær munu m.a. nýtast okkur við að móta áherslur í baráttunni fyrir bættum hagsmunum hjúkrunarfræðinga og mótun krafna fyrir kjaraviðræður.  

Daginn er tekið að stytta verulega og sólin lækkar á lofti. Laufin eru fallin af trjánum og veturinn genginn í garð. Farið vel með ykkur og njótið frítímans því mikilvægt er að muna að hjúkrun er launuð vinna en ekki lífsstíll.

Til baka

Pistlar og viðtöl

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Mönnunarmál

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nýtt ár er gengið í garð sem vonandi felur í sér ný og spennandi tækifæri. Líkt og við gerum gjarna í byrjun árs setjum við okkur persónuleg áheit, en það er undir hverjum og einum komið hve mikið við leggjum á okkur að ná tilsettum markmiðum og með hvaða hugarfari við nálgumst það. Verður glasið mitt hálf tómt eða hálf fullt á nýju ári?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Vinnumarkaður

Hjúkrunarfræðingurinn

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun

Nánar

Fræðigreinar

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein

 • Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

  Katrín Blöndal, Kristín Þorbergsdóttir, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigríður Zoëga og Herdís Sveinsdóttir

  Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

  Fagið

  Ritrýnd grein