Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rekur kvennablað og ræktar grænsprettur

24. nóvember 2017

Bráðamóttakan er einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins að mati Soffíu Steingrímsdóttur, en samhliða starfinu á Bráðamóttöku í Fossvoginum rekur hún Kvennablaðið og ræktar grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi.

Soffía heillaðist af margbreytileika hjúkrunarstarfsins þegar hún vann við umönnun á Hrafnistu í Hafnarfirði á unglingsárum. „Ég vissi snemma að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur. Ég heillaðist af margbreytileika starfsins og því að geta gefið af mér til annars fólks þegar það þarf á því að halda og er sem viðkvæmast,“ segir Soffía, en hún hóf nám í hjúkrun að loknu stúdentsprófi og útskrifaðist 1994.

Skemmtilegra í Reykjavík en í Los Angeles

Soffía, sem er 47 ára og borin og uppalin í Hafnarfirði, býr með unglingunum sínum tveimur í Garðabæ en elsta barn hennar er erlendis í námi. Hún flutti til Los Angeles árið 1995, tók bandarískt hjúkrunarpróf og vann við heimahjúkrun með langveik börn, í ungbarnavernd og loks á bráðamóttöku. Að fjórum árum liðnum var ætlunin að koma í stutta heimsókn heim til Íslands en hún varð barnshafandi meðan á heimsókninni stóð. „Ég sneri ekki aftur en þetta var frábær reynsla og það var mjög gott að búa og starfa þarna. Þrátt fyrir að launin hafi verið mjög góð var mikið skrifræði, auk þess sem starf hjúkrunarfræðinga í LA var mun afmarkaðra en hér á landi. Það var ekki allt í öllu eins og hér, og því mun skemmtilegra hér,“ segir hún.

Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins.

Stuttu eftir heimkomuna stofnaði hún kvennavefinn, femin.is, en þrátt fyrir að hún hafi tekið að sér fjölbreytt verkefni hefur hún alltaf unnið af og til við hjúkrun. Nú rekur hún Kvennablaðið ásamt því að rækta grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi. Grænspretturnar, sem ræktaðar eru í sérútbúnum gámum, eru stútfullar af næringarefnum. „Við notum engin aukaefni, bara vatn og hreina mold.“ Soffía ræktar einnig klettasprettur, kóríander, bauna- og sólblómasprettur og sítrónumelissu og til stendur að almenningur geti keypt þessar vörur innan skamms. „Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins. Það hentar mér mjög vel að vinna í vaktavinnu og mér líkar að það er enginn dagur eins í vinnunni. Ég starfa einnig í Neyðarmóttökuteyminu, sem er fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem starfrækt er á Bráðamóttökunni, og þar er mjög metnaðarfullt starf unnið. Ég er svo heppin að vinna við það sem ég hef áhuga á.“

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Rakel Björg Jónsdóttir hóf að vinna á Barnaspítalanum á námsárunum í hjúkrunarfræði og hefur gott sem unnið þar allar götur síðar.

Nánar

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Hjúkrun

Samskipti

Viðtöl

Starf hjúkrunardeildarstjóra er krefjandi og álagið oft og tíðum mikið.

Nánar

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála