Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Rekur kvennablað og ræktar grænsprettur

greinasafn
24. nóvember 2017

Bráðamóttakan er einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins að mati Soffíu Steingrímsdóttur, en samhliða starfinu á Bráðamóttöku í Fossvoginum rekur hún Kvennablaðið og ræktar grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi.

Soffía heillaðist af margbreytileika hjúkrunarstarfsins þegar hún vann við umönnun á Hrafnistu í Hafnarfirði á unglingsárum. „Ég vissi snemma að ég ætlaði að verða hjúkrunarfræðingur. Ég heillaðist af margbreytileika starfsins og því að geta gefið af mér til annars fólks þegar það þarf á því að halda og er sem viðkvæmast,“ segir Soffía, en hún hóf nám í hjúkrun að loknu stúdentsprófi og útskrifaðist 1994.

Skemmtilegra í Reykjavík en í Los Angeles

Soffía, sem er 47 ára og borin og uppalin í Hafnarfirði, býr með unglingunum sínum tveimur í Garðabæ en elsta barn hennar er erlendis í námi. Hún flutti til Los Angeles árið 1995, tók bandarískt hjúkrunarpróf og vann við heimahjúkrun með langveik börn, í ungbarnavernd og loks á bráðamóttöku. Að fjórum árum liðnum var ætlunin að koma í stutta heimsókn heim til Íslands en hún varð barnshafandi meðan á heimsókninni stóð. „Ég sneri ekki aftur en þetta var frábær reynsla og það var mjög gott að búa og starfa þarna. Þrátt fyrir að launin hafi verið mjög góð var mikið skrifræði, auk þess sem starf hjúkrunarfræðinga í LA var mun afmarkaðra en hér á landi. Það var ekki allt í öllu eins og hér, og því mun skemmtilegra hér,“ segir hún.

Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins.

Stuttu eftir heimkomuna stofnaði hún kvennavefinn, femin.is, en þrátt fyrir að hún hafi tekið að sér fjölbreytt verkefni hefur hún alltaf unnið af og til við hjúkrun. Nú rekur hún Kvennablaðið ásamt því að rækta grænsprettur fyrir veitingahús á Íslandi. Grænspretturnar, sem ræktaðar eru í sérútbúnum gámum, eru stútfullar af næringarefnum. „Við notum engin aukaefni, bara vatn og hreina mold.“ Soffía ræktar einnig klettasprettur, kóríander, bauna- og sólblómasprettur og sítrónumelissu og til stendur að almenningur geti keypt þessar vörur innan skamms. „Þessu sinni ég með starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur á Bráðamóttöku í Fossvoginum, sem er klárlega einn skemmtilegasti og fjölbreyttasti vinnustaður landsins. Það hentar mér mjög vel að vinna í vaktavinnu og mér líkar að það er enginn dagur eins í vinnunni. Ég starfa einnig í Neyðarmóttökuteyminu, sem er fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem starfrækt er á Bráðamóttökunni, og þar er mjög metnaðarfullt starf unnið. Ég er svo heppin að vinna við það sem ég hef áhuga á.“

Til baka

Pistlar og viðtöl

Pistlar og viðtöl

Forvarnir og fræðsla

Geðrækt

Gjörgæsla og bráða

Samskipti

Stuðningur

Pistlar

Þankastrik Hrafnhildar Ólafar Ólafsdóttur fjallar um aðstandendur fólks með alvarlegan tvíþættan vanda og hvernig hún hefur skoðað stöðu þeirra bæði í gegnum störf hennar á Landspítala og í námi.

Nánar

Fagið

Fagleg málefni

Hjúkrun

Mönnunarmál

Viðtöl

Yfir þriðjungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarnema telja líklegt að þeir muni starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni.

Nánar

Fagið

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Heilsa

Pistlar

Það er jafn mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að hlúa að og stunda reglubundna geðrækt eins og að stunda reglubundna líkamsrækt að mati dr. Gísli Kort Kristóferssonar geðhjúkrunarfræðings.

Nánar

Fræðigreinar