Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

„Hjúkrunarfræðingar eru svo sérstæður hópur“

greinasafn
1. desember2017
Við þau tímamót, þegar lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, er ekki úr vegi að líta til baka til þess tíma þegar lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna var stofnaður. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga er sjóður sem margir hjúkrunarfræðingar hafa verið stoltir af að tilheyra, enda einn elsti og farsælasti lífeyrissjóður landsins. Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur dustaði rykið af frumvarpi til laga um stofnun lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna frá 1943 og athugasemdum sem fylgdu því, og veltir fyrir sér hvort starfslok hjúkrunarfræðinga ættu ekki að vera fyrr en annarra opinberra starfsmanna vegna þess hve starfið er líkamlega erfitt.

Saga og tilurð Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna


Á 62. löggjafarþingi Íslendinga árið 1943 var lagt fram frumvarp til laga númer 148 að stofnaður yrði lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Sjóðurinn skyldi heita Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna og stjórn hans skipuð 3 mönnum, formanni Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, landlækni og svo skyldi einn maður skipaður af ríkisstjórninni, allir til þriggja ára í senn. Stjórninni bar að funda svo oft sem þörf væri á, haldin skyldi gerðabók og stjórnin skyldi vinna kauplaust. Ekki mátti greiða úr sjóðnum nema með samþykki sjóðsstjórnar. Tryggingarstofnun ríkisins skyldi hafa á hendi reikningshald sjóðsins, innheimta tekjur hans og annast greiðslur úr honum.

Til launa töldust ekki einungis greiðslur í peningum heldur fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni. Hæstu greiðslur úr sjóðnum miðuðust við greiðslur eftir 25 ára starf og námu þær 60% af meðallaunum síðustu 10 ár fyrir starfslok.


Rétt til lífeyris úr sjóðnum hafði sérhver hjúkrunarkona sem greitt hafði iðgjöld til hans í 10 ár eða lengur og lét af störfum vegna varanlegrar örorku eða elli og miðaðist rétturinn til starfsloka sökum elli við 60 ár. Upphæð lífeyris miðaðist við meðalárslaun síðustu 10 starfsára en sérákvæði gilti um útreikning lífeyris ef heilsubilun hefði áhrif á starfslok. Til launa töldust ekki einungis greiðslur í peningum heldur fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni. Hæstu greiðslur úr sjóðnum miðuðust við greiðslur eftir 25 ára starf og námu þær 60% af meðallaunum síðustu 10 ár fyrir starfslok. Iðgjöld voru greidd af sjóðfélögum og launagreiðendum og greiddi hvor um sig 4% af heildarárslaunum sjóðfélagans, þar með töldu fæði og húsnæði ef það fylgdi stöðunni.

Um inngöngu í sjóðinn við stofnun hans eru skýr ákvæði um framtíðarfélaga og hvernig kaupa megi réttindi fyrir fyrri starfstíma gegn gjaldi sem ákveðið var af sjóðstjórn í samráði við tryggingafræðing. Ákvæði eru um hjúkrunarkonur sem fara úr sjóðnum án þess að fá lífeyri, eiga þær rétt á að fá iðgjöld sín greidd til baka en vaxtalaus. Þetta ákvæði gilti þó ekki við andlát. Skylduaðild var að sjóðnum fyrir allar hjúkrunarkonur sem unnu hjúkrunarstörf í þjónustu ríkis, sveitarfélaga eða annarra stofnana, eða við heilbrigðisstofnanir sem voru viðurkenndar af heilbrigðisstjórninni. Ríkissjóður Íslands lagði fram stofnfé og ábyrgðist greiðslur sjóðsins sem tók til starfa 1. janúar lýðveldisárið 1944.

Af hverju sérstakur lífeyrissjóður fyrir hjúkrunarkonur?

En hvers vegna skyldi hafa verið lagt fram frumvarp um sérstakan lífeyrissjóð fyrir stétt hjúkrunarkvenna sem, eins og fram hefur komið, unnu allar fyrir opinbera aðila og fyrir utan að þegar var til lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins?

Nokkrar athugasemdir fylgdu lagafrumvarpi þessu:

Ýmsar ástæður eru til þess, að heppilegra er að hafa sérstakan lífeyrissjóð fyrir hjúkrunarkonur heldur en taka þær inn í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
1. Hér er eingöngu um konur að ræða, en í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins verður yfirgnæfandi meiri hluti karlar.
2. Ætla má, að mjög lítil örorkuhætta sé búin flestum meðlimum lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hins vegar má búast við talsverðri örorkuhættu hjúkrunarkvenna (berklar o.fl.).
3. Ógerlegt mun að setja aldurstakmark hjúkrunarkvenna hærra en við 60 ára aldur, en hins vegar er ekki ástæða til að hafa það lægra en 65 ára fyrir meðlimi lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
4. Vænta má, að barnatryggingin valdi minni kostnaði á hvern sjóðfélaga lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna en á hvern félaga lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
5. Ekki er þörf ekkilstryggingar í lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, en makatryggingin er mjög þýðingarmikið atriði í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Þessar athugasemdir við lagafrumvarpið sjálft eru eins konar rökstuðningur fyrir því af hvaða ástæðum talið var nauðsynlegt að leggja það fram. Þessar athugasemdir endurspegla 75 ára gamlan veruleika, benda okkur á óttann við örorku af völdum berkla og hve fljótt fólk varð gamalt. En þarna er líka ýmislegt sem er enn þá jafnraunverulegt og fyrir 75 árum en í athugasemdunum segir auk þess sem áður greinir: „Hjúkrunarkonur eru svo sérstæður hópur, að óvíst er, hvort reynsla um dánar- og örorkutíðni í nokkrum öðrum hópi getur orðið grundvöllur nothæfra útreikninga um framtíðarfjárhag lífeyrissjóðs fyrir hjúkrunarkonur.“ Hjúkrunarfræðingar eru enn þá kvennastétt, starfið er enn bæði líkamlega og andlega erfitt og líklegra til að valda örorku en langflest önnur störf opinberra starfsmanna. Ættu því starfslok hjúkrunarfræðinga árið 2017 ekki að vera fyrr en annarra opinberra starfsmanna?

Höf. Ragnheiður Gunnarsdóttir


Til baka

Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Vinnumarkaður

Hjúkrunarfræðingurinn

Elísabet Brynjarsdóttir er 25 ára gömul og útskrifaðist vorið 2017 úr hjúkrunarfræði. Eftir útskrift hóf hún að vinna við heimahjúkrun á stöð sem þjónustar Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.

Nánar

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun

Nánar

Pistlar og viðtöl

Fagleg málefni

Hjúkrun

Menntunarmál

Saga

Viðtöl

„Það er erfitt að hugsa sér þróun hjúkrunarfræðinnar án aðkomu Ingibjargar. Framlag hennar var afrek,“ sagði Marga Thome hjúkrunarfræðingur um Ingibjörgu R. Magnúsdóttur á ráðstefnunni Hjúkrun 2017 en þar var dagskrá henni til heiðurs.

Nánar

Fræðigreinar

 • Framlag geðhjúkrunar til eflingar geðheilbrigðisþjónustu

  Á árinu 2016 hóf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) vinnu við úttekt á stöðu geðhjúkrunar hér á landi. Markmiðið var að koma með tillögur um hvernig megi efla hjúkrun og heilbrigðisþjónustu við einstaklinga með geðræn vandamál og geðsjúkdóma.

  Félagið

  Forvarnir og fræðsla

  Geðrækt

  Upplýsingar og ráðgjöf

  Faggrein

 • Þverfagleg geðheilbrigðisþjónusta fyrir verðandi og nýorðnar mæður

  Almenn heilsa og félagslegur og tilfinningalegur aðbúnaður kvenna á meðgöngu og á fyrstu mánuðum eftir fæðingu getur haft áhrif á þroska barnsins.

  Fagið

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Meðganga og fæðing

  Faggrein