Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

1. desember2017


Katrín Blöndal, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Kristín Þorbergsdóttir, líknardeild Landspítala
Ásdís Ingvarsdóttir, heimahlynningu Landspítala
Sigríður Zoëga, skurðlækningasviði Landspítala og hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítala


Tilgangur: Hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins fylgja víðtækar hliðarverkanir sem hafa áhrif á líðan sjúklings og samband hans og maka hans. Lítið er vitað um sértækar þarfir þessara maka hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða vandamál þeirra og þarfr fyrir upplýsingar og stuðning.

Aðferð: Blönduð aðferð; lýsandi þversniðsrannsókn og eigindleg viðtöl. Þýðið var makar karla á hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Rannsóknargögnum var safnað með spurningalista og djúpviðtölum. Gögnin voru greind hvor í sínu lagi og niðurstöður samþættar.

Niðurstöður: Spurningalista svöruðu 29 konur og 11 viðtöl voru tekin við 6 þeirra. Helstu vandamál þátttakenda voru: Ótti vegna óvissu um framtíð (n=15), breytingar á persónuleika maka (n=14), ótti um eigin heilsu (n=13) og að sætta sig við veikindi sjúklings (n=13). Helstu vandamál, sem þátttakendur vildu frekari upplýsingar um, voru andlegarbreytingar (n=16), persónuleikabreytingar (n=13), líkamlegvandamál sem búast má við (n=13) og líkamlegar breytingar (n=13). Niðurstöður viðtalanna studdu þessar niðurstöður. Þar kom fram að konurnar vildu vera þátttakendur í sjúkdómsferli makans til að geta stutt hann sem best en þær voru of lítt undirbúnar fyrir áhrif
meðferðar á makann: persónuleikabreytingar, depurð og niðursveifur, hlédrægni, minnkandi nánd og missi karlmennskunnar. Flestar álitu manninn undir traustri læknishendi og lögðu áherslu á að meðferðin gæf þeim meiri tíma saman, en fundu jafnframt til óvissu um framvindu sjúkdómsins. Aðgangur að stuðningi og upplýsingum
skipti miklu.

Ályktanir: Makar karla á hormónahvarfsmeðferð fnna margháttaðar breytingar og erfðleika í tengslum við meðferðina. Mikilvægt er að viðeigandi stuðningur og fræðsla af hendi fagfólks sé efd og boðin frá upphaf meðferðar.

Lykilorð: blöðruhálskirtilskrabbamein, forvarnir, fræðsla, hormónahvarfsmeðferð, makar

3. tbl. 2017: Maður, kona, mein. Þarfir maka sjúklinga sem fá hormónahvarfsmeðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka