Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Reynsla ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala

1. desember2017


Kristín Lilja Svansdóttir, Landspítala
Árún Kristín Sigurðardóttir, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
Elísabet Konráðsdóttir, göngudeild barna á Landspítala


Tilgangur: Mikilvægt er að standa faglega að flutningi ungmenna með langvinnan heilsuvanda frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu svo að þau nýti sér heilbrigðisþjónustu sem skyldi. Ef misbrestur verður þar á getur það haft neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og framtíðarhorfur þeirra. Sýnt hefur verið fram á að ekki er staðið faglega að slíkum flutningi og mikil þörf er á að bæta undirbúning hans. Rannsakendur vildu kanna reynslu ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala.

Aðferð: Notuð varfyrirbærafræðileg eigindleg rannsóknaraðferð samkvæmt greiningaraðferð Vancouver-skólans. Þátttakendur, sem voru valdir með tilgangsúrtaki, voru ellefu ungmenni með langvinnan heilsuvanda á aldrinum 20–26 ára. Tekið var eitt viðtal við níu þátttakendur og tvö við tvo þeirra.

Niðurstöður: Ungmennin litu á sig sem táninga en ekki fullorðna þegar þau voru 18 ára. Þeim fannst þau vera illa undirbúin og óvið-búin því að takast á við breytingarnar sem fylgdu flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu. Með meiri reynslu hafa þau þó að eigin mati þroskast og aðlagast nýjum aðstæðum. Draga má þá ályktun af svörum ungmennanna að ekki hafi verið staðið faglega að flutningi þeirra frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala. Þeim fannst flutningurinn atburður sem hafði hvorki aðdraganda né eftirfylgni. Öll ungmennin komu með tillögur að því sem betur mætti fara við flutninginn og undirbúning hans.

Ályktanir: Ef ekki er staðið vel að undirbúningi ungmenna með langvinnan heilsuvanda við flutning frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu er reynsla þeirra af flutningnum erfið. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að fagfólk á Landspítala þurfi að endurskoða og samræma verklag sitt og að hjúkrunarfræðingar séu í lykilstöðu til að stjórna úrbótum á þessu sviði.

Lykilorð: Langvinnur heilsuvandi, reynsla, ungmenni, yfirfærsla

3. tbl. 2017 : Reynsla ungmenna með langvinnan heilsuvanda af flutningi frá barnaþjónustu til fullorðinsþjónustu Landspítala

Fagið

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka