Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Gott veganesti fyrir frekari baráttu

Höfundur ljósmyndar:
21. desember2017
Nú er langt liðið á aðventuna, jólin nálgast óðfluga og það styttist í nýtt ár. Þetta ár hefur verið viðburðaríkt eins og oft áður og má þar t.d. nefna ráðstefnuna HJÚKRUN 2017 sem haldin var í september síðastliðnum, stofnun landsvæðadeilda, fundi með hjúkrunarfræðingum um land allt og útgáfur tímamótaskýrslna um geðhjúkrun, vinnumarkað hjúkrunarfræðinga og skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun hjúkrunarfræðinga. Verkefnin eru mörg og ekki dugir alltaf tíminn til. Kannski er það ekki óeðlilegt þegar um er að ræða stærstu heilbrigðisstéttina á landinu, en betur má ef duga skal og munu starfsmenn félagsins leitast við, eins og fyrr, að vinna að málefnum hjúkrunarfræðinga af heilhug og bestu getu.

Fjölbreytt og gefandi starf í erfiðu vinnuumhverfi

Ég vil þakka ykkur fyrir frábæra þátttöku í rafrænni könnun sem framkvæmd var nú í nóvember á meðal félagsmanna. Þátttakan var mjög góð og var svarhlutfallið rúm 72%, en alls tóku 2151 hjúkrunarfræðingur þátt. Niðurstöðurnar ættu þar af leiðandi að gefa góða mynd af viðhorfi hjúkrunarfræðinga til starfsins, ánægju þeirra og líðan í starfi, og öðrum þáttum er viðkoma starfinu, s.s. vinnuumhverfi og aðbúnaði. Verið er að vinna úr niðurstöðunum sem verða kynntar fljótlega á nýju ári. Hægt er þó að veita smá innsýn inn í þær og er t.d. fjölbreytileiki starfsins, það að gera gagn og láta gott af sér leiða, mannleg samskipti og gefandi starf, dæmi um þætti sem þátttakendur töldu jákvæða við að vinna sem hjúkrunarfræðingar. Aftur á móti töldu svarendur laun, vinnuálag og starfsumhverfi neikvæðustu þættina við það að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Ég er viss um að niðurstöður þessarar könnunar eiga eftir, ásamt skýrslunni um vinnumarkað hjúkrunarfræðinga og skýrslu Ríkisendurskoðunar, að nýtast okkur vel inn í frekari baráttu fyrir hjúkrunarfræðinga fyrir bættum kjörum og vinnuumhverfi.

Vandinn verður ekki leystur á einni nóttu

Hjúkrunarfræðingar hafa ekki farið varhluta af því hversu mikið er að gera í heilbrigðiskerfinu sem er komið að þolmörkum og því miður eru hjúkrunarfræðingar enn að leita í önnur störf. En nú hefur ný ríkisstjórn tekið við völdum og bind ég vonir við lausnamiðuð úrræði á heilbrigðismálum fyrir hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra. Ég óska þess að félagsmenn nái að lyfta sér upp úr amstri dagsins yfir jólahátíðina, njóti gleði og friðar með fjölskyldu og vinum, því ástandið í heilbrigðiskerfinu verður ekki leyst á einni nóttu, heldur er það langtímaverkefni. Við megum þó ekki gleyma því að hugsa vel um okkur. Við þurfum að halda vel utan um og hlúa að sjálfum okkur áður en við förum að hjálpa öðrum. Að lokum vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og hamingjuríks nýs árs. Megi gæfan fylgja ykkur á nýju ári.

Heilbrigðiskerfi

Hjúkrun

Kjör

Stjórnvöld

Vinnumarkaður

Pistlar

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Pistlar

Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta?

Nánar

Fagleg málefni

Hjúkrun

Líkn og lífslok

Saga

Hjúkrunarfræðingurinn

„Það mátti í raun ekki tala um þetta, hugmyndir voru um að öll umræða um dauðann vekti hræðslu,“ segir Bryndís Konráðsdóttir þegar hún rifjar upp þann tíma þegar hún hóf að kynna líknarmeðferð hér á landi á níunda áratug síðustu aldar. „Það voru ýmis ljón á veginum sem enginn skilur í dag.“

Nánar

Fræðigreinar

 • Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

  Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND.

  Fagið

  Meðferð

  Samskipti

  Faggrein

 • Svefn og vaktavinna

  Vaktavinna, sem er veruleiki margra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu þeirra og lífsgæði bæði til skemmri og lengri tíma. Rannsóknir benda til að vaktavinna geti með tímanum stuðlað að þunglyndi, streitu og kvíða og þá eru marktæk tengsl milli vaktavinnu og langvinnrar vitsmunalegrar skerðingar.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Svefn

  Vinnumarkaður

  Faggrein