Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið

29. janúar 2018

Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífsógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu og MND. Þessi þróun leiðir þó ekki endilega til meiri lífsgæða og nýjar tegundir meðferðar eru oft mjög kostnaðarsamar og stundum ekki það sem sjúklingurinn og fjölskyldan óskar eftir. Til að veita sjúklingsmiðaða gæðaþjónustu er mikilvægt að þekkja óskir og vilja sjúklinganna. Lögð er áhersla á að sjúklingar fái tækifæri og stuðning við að ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvaða óskir og væntingar þeir hafa um meðferð og hvað þeir vilja leggja áherslu á. Þess vegna þarf að ræða við sjúklinga um sjúkdómsástand og horfur og fá fram hvað þeim er mikilvægast. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hefja þessar samræður með markvissum hætti og hafa frumkvæði, ef alltaf er beðið eftir tækifæri gæti það reynst um seinan. Í þessari grein verður fjallað um hvað felst í samtölum um meðferðarmarkmið, hugsanlegar hindranir fyrir slíkum samtölum og þátt hjúkrunarfræðinga í þeim. Auk þess segir höfundur frá reynslu sinni af því að hefja slíkar samræður.

Höfundur: Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og starfar í líknarráðgjafateymi Landspítalans.

Greinin birtist í 2.tbl. 2017. Sjá greinina í fullri lengd. 

Fagið

Meðferð

Samskipti

Faggrein

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein