Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ætlaði að stúdera ættbálka í Afríku

Hjúkrun
23. febrúar 2018
Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."
Eftir útskrift flutti Hildur fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún vann til fjögurra ára á Barnaspítala Hringsins. Þá bauðst henni tækifæri til að flytja til Stokkhólms í Svíþjóð og fékk vinnu á vökudeild á Karolinska sjúkrahúsinu, en þaðan lá leiðin til Osló þar sem hún vann einnig á vökudeild. Eftir tveggja ára ævintýri erlendis sneri hún aftur heim og hóf störf á gjörgæsludeildinni á Hringbraut og starfar enn þar.

Namaste!

Hildur, sem er 36 ára og fædd og uppalin á Akureyri, er búsett í Reykjavík og hefur mest gaman af því að umgangast fjölskyldu og vini. Hún stundar bæði skíði á veturna og gengur og hleypur á sumrin, en þessa stundina reynir hún að fara reglulega í kundalini jóga í Jógasetrinu og hugleiðir þegar hún man eftir því, enda finnst henni það hjálpa við að slaka á huganum og halda betra jafnvægi sérstaklega þegar mikið álag er í vinnunni.

"Starfið er mannlífsstúdía"

Hjúkrun er skemmtilegasta starf sem hún getur hugsað sér, og Hildur getur ekki séð sig vinna við neitt annað.  Árið 2015 lauk hún meistaraprófi í hjúkrun og fékk í kjölfarið starf á Ónæmisfræðideild LSH, en síðan þá hefur hún deilt tíma sínum þar og á gjörgæslunni.

"Starfið getur oft verið mikil mannlífsstúdía, að fylgjast með hvernig fólk bregst við erfiðleikum, langvarandi veikindum, bæði sjúklingar og aðstandendur."

Hún vinnur vaktavinnu á gjörgæslu Landspítala og er þar í beinum tengslum við sjúklinga að aðstandendur þeirra. Á ónæmisfræðideildinni er hún aftur á móti í dagvinnu og sinnir þar sjúklingum með ónæmisgalla, ásamt því að sinna rannsóknarstörfum og þróun göngudeildarþjónustu.
"Starfið getur oft verið mikil mannlífsstúdía, að fylgjast með hvernig fólk bregst við erfiðleikum, langvarandi veikindum, bæði sjúklingar og aðstandendur." Hjúkrun getur verið krefjandi, og gengið nærri þeim sem starfa við hana, en það er líka ótrúlega gefandi að hjúkra fólki til heilsu og sjá því vegna vel. Á erfiðum stundum eins og við andlát er mikils vert að geta sinnt fólki vel að mati Hildar. "Á þessum stundum þykir mér einstaklega vænt um starfið mitt."

Mikill fjölbreytileiki í starfi

Hildur segir hjúkrunarstarfið afskaplega fjölbreytt og hefur komið að því á ýmsa vegu, bæði á legudeild og við að sinna sjúklingum heima við, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur unnið að hjúkrun á hátæknisjúkrahúsi með öll tæki og tól við hendina, en þegar henni bauðst að fara á vegum Rauða krossins til Bangladesh í október síðastliðinn greip hún tækifærið. Þar var tækjakostur og aðstaða mun fábrotnari, en hún starfaði sem barnahjúkrunarfræðingur á neyðarsjúkrahúsi sem norski og finnski Rauði krossinn settu upp fyrir flóttamenn frá Myanmar. "Þetta var ótrúlega gefandi starf og skemmtilegt en á sama tíma hrikalega erfitt að horfa upp á þjáningar fólks í aðstæðum sem maður getur eiginlega ekki enn skilið almennilega."Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála