Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ætlaði að stúdera ættbálka í Afríku

Hjúkrun
23. febrúar 2018
Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."
Eftir útskrift flutti Hildur fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún vann til fjögurra ára á Barnaspítala Hringsins. Þá bauðst henni tækifæri til að flytja til Stokkhólms í Svíþjóð og fékk vinnu á vökudeild á Karolinska sjúkrahúsinu, en þaðan lá leiðin til Osló þar sem hún vann einnig á vökudeild. Eftir tveggja ára ævintýri erlendis sneri hún aftur heim og hóf störf á gjörgæsludeildinni á Hringbraut og starfar enn þar.

Namaste!

Hildur, sem er 36 ára og fædd og uppalin á Akureyri, er búsett í Reykjavík og hefur mest gaman af því að umgangast fjölskyldu og vini. Hún stundar bæði skíði á veturna og gengur og hleypur á sumrin, en þessa stundina reynir hún að fara reglulega í kundalini jóga í Jógasetrinu og hugleiðir þegar hún man eftir því, enda finnst henni það hjálpa við að slaka á huganum og halda betra jafnvægi sérstaklega þegar mikið álag er í vinnunni.

"Starfið er mannlífsstúdía"

Hjúkrun er skemmtilegasta starf sem hún getur hugsað sér, og Hildur getur ekki séð sig vinna við neitt annað.  Árið 2015 lauk hún meistaraprófi í hjúkrun og fékk í kjölfarið starf á Ónæmisfræðideild LSH, en síðan þá hefur hún deilt tíma sínum þar og á gjörgæslunni.

"Starfið getur oft verið mikil mannlífsstúdía, að fylgjast með hvernig fólk bregst við erfiðleikum, langvarandi veikindum, bæði sjúklingar og aðstandendur."

Hún vinnur vaktavinnu á gjörgæslu Landspítala og er þar í beinum tengslum við sjúklinga að aðstandendur þeirra. Á ónæmisfræðideildinni er hún aftur á móti í dagvinnu og sinnir þar sjúklingum með ónæmisgalla, ásamt því að sinna rannsóknarstörfum og þróun göngudeildarþjónustu.
"Starfið getur oft verið mikil mannlífsstúdía, að fylgjast með hvernig fólk bregst við erfiðleikum, langvarandi veikindum, bæði sjúklingar og aðstandendur." Hjúkrun getur verið krefjandi, og gengið nærri þeim sem starfa við hana, en það er líka ótrúlega gefandi að hjúkra fólki til heilsu og sjá því vegna vel. Á erfiðum stundum eins og við andlát er mikils vert að geta sinnt fólki vel að mati Hildar. "Á þessum stundum þykir mér einstaklega vænt um starfið mitt."

Mikill fjölbreytileiki í starfi

Hildur segir hjúkrunarstarfið afskaplega fjölbreytt og hefur komið að því á ýmsa vegu, bæði á legudeild og við að sinna sjúklingum heima við, bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur unnið að hjúkrun á hátæknisjúkrahúsi með öll tæki og tól við hendina, en þegar henni bauðst að fara á vegum Rauða krossins til Bangladesh í október síðastliðinn greip hún tækifærið. Þar var tækjakostur og aðstaða mun fábrotnari, en hún starfaði sem barnahjúkrunarfræðingur á neyðarsjúkrahúsi sem norski og finnski Rauði krossinn settu upp fyrir flóttamenn frá Myanmar. "Þetta var ótrúlega gefandi starf og skemmtilegt en á sama tíma hrikalega erfitt að horfa upp á þjáningar fólks í aðstæðum sem maður getur eiginlega ekki enn skilið almennilega."Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka