Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Hvað þarf til að jafna kynjahlutfallið?

23. febrúar 2018
Af hverju er Ísland með eitt lægsta hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi, ef ekki hreinlega það lægsta? Í löndum Evrópu er hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga almennt 5 – 10%, í Bretlandi eru 11,4% hjúkrunarfræðinga karlmenn og um 21% á Ítalíu. Í Bandaríkjunum var hlutfall karlkynshjúkrunarfræðinga 2,7% árið 1970 en 2010 var það komið upp í 9,6% og vex hlutfall karla innan stéttarinnar þar jafnt og þétt. Ef við horfum okkur nær er hlutfallið í Noregi og Svíþjóð um 10% en 4% í Danmörku.

Hjúkrunarfræði er mjög fjölbreyttur starfsvettvangur sem felur í sér mikla atvinnumöguleika og ólík tækifæri sem hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér, allt eftir því hvar áhugasvið þeirra liggur hverju sinni á starfsævinni. Jafnframt hefur verið skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa í áratugi og því varla hægt að tala um atvinnuleysi í stéttinni. Hjúkrunarfræðingar búa við atvinnuöryggi á Íslandi í dag og er það viss þversögn við það sem sumar háskólamenntaðar fagstéttir eins og lögfræðingar eru að takast á við en rætt hefur verið m.a. um takmarkaða atvinnumöguleika og offramboð á lögfræðingum á landinu í dag.

Harðgerðar hendur: karlar í hjúkrunarfræði er BS lokaverkefni þriggja karlkyns hjúkrunarfræðinema sem útskrifuðust frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor og var markmiðið að kanna hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað svo að fleiri karlmenni leiti í hjúkrunarfræði og haldist síðan í starfi. Verkefnið er gott og nauðsynlegt að varpa ljósi á málefnið, en hvað svo?

Hvað getum við gert hér á Íslandi til að fjölga karlmönnum í hjúkrunarfræði, sem við vitum að er nauðsynlegt? Hver er ástæðan fyrir því að á meðan hlutfall karlmanna vex innan stéttarinnar almennt í heiminum, þá gerist það ekki hér á landi? Er það í lagi? Eigum við að fylgja fordæmi t.d. leikskólakennara sem notuðu fjárhagslega hvata til að fjölga karlmönnum í stéttinni? Spurningarnar eru margar en svörin öllu óljósari.

Pistlar

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka