Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fjölgum karlmönnum

Höfundur ljósmyndar:
12. apríl 2018

Kæru félagar!

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir. Varðandi þetta einstaka mál um fjölgun karlmanna í hjúkrun, þá hefur það verið í umræðunni meðal fjölmargra stétta í langan tíma, þar á meðal hjá okkur, og var samþykkt í stjórn Fíh í haust. Undanfarnar vikur og mánuði hefur þetta verið kynnt með margvíslegum hætti hjá okkur, þó auðvitað hefði örugglega mátt gera betur. Við kynntum þetta á Facebook síðu félagsins 23. febrúar og á fleiri síðum sem tengjast okkur sama dag. Þá var þetta til umræðu á málþinginu okkar sem haldið var á Hótel Natura 28. febrúar og á Háskóladeginum í byrjun mars. Við getum meira að segja farið aðeins lengra aftur í tímann og bent á tímaritið okkar, Tímarit hjúkrunarfræðinga, 2. tbl árið 2016, sem var helgað þessu sérstaka efni. Umræðan er nauðsynleg og alltaf gott að fá innlegg frá ykkur.

Auðvitað er rétt að ítreka að þó farið sé í átak á borð við þetta, þá minnka ekki okkar áherslur að bæta laun, aðstæður og viðhorf til stéttarinnar. Við erum ekkert að gera minna í að stemma stigu við brottfalli hjúkrunarfræðinga úr starfi eða laga kynbundin launamun. Þetta er bara eitt innlegg í viðbót.

Það er hins vegar rétt að benda á að við erum bundin Gerðardómi til mars 2019 og ekkert gerist á meðan hjá Ríkinu. Það gengur yfir höfuð mjög illa, ef nokkuð, að fá launahækkanir á meðan í gegnum stofnanasamningana því almennt kvarta stofnanir yfir fjárskorti þegar kemur að viðræðum um hækkun launa fyrir hjúkrunarfræðinga.

Við verðum að horfa á stóru myndina. Verkefnið um að Fíh borgi skólagjöldin fyrir karlmenn sem vilja fara í hjúkrunarnám næstu 5 árin er rétt. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga er á fáum stöðum eins lágt og á Íslandi. Það vex ekki einu sinni í sama hlutfalli og hjúkrunarfræðingum fjölgar. Þetta er algjörlega flöt lína. Það er margrannsakað að þar sem jafnara kynjahlutfall er í fagstéttum, eru betri launakjör.

Við þurfum líka að hugsa um skjólstæðinga okkar. Þeir eiga rétt á fjölbreytilegu viðmóti og við eigum að endurspegla það sem við mætum hverju sinni. Það hefur verið samfélagslegt tabú að karlmenn fari í hjúkrun. Litlir hlutir á borð við þetta átak getur verið hluti í að breyta því. Og það viljum við gera.

Norðmenn hafa náð að margfalda fjölda karla á leikskólum með aðgerðum á borð við þessa og það er samdóma niðurstaða rannsókn á mismunandi vinnustöðum að fjölbreytileiki sé mun betri en fábreytni í hópi starfsmanna, ekki síst hvað varðar kynjablöndun.

Að lokum er rétt að minna á að átakið er í samvinnu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri og að sjálfsögðu hefur Jafnréttisstofa verið upplýst um málið.


Pistill formanns

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein