Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Lífsstílsbreyting er þolinmæðisvinna

Á myndinni eru: Helga Margrét Clarke, Maríanna Csillag og Kristín Rún Friðriksdóttir
18. apríl 2018
Kristín Rún Friðriksdóttir hefur starfað síðastliðið ár sem hjúkrunarfræðingur í Heilsuborg, enda heillar hugmyndin um að hafa möguleika á að fyrirbyggja heilsubrest með forvörnum og fræðslu.

"Þegar ég var í náminu fengum við kynningu á lýðheilsufræðum og ég fann strax að þarna væri eitthvað fyrir mig. Fannst svo áhugavert að skoða hvað hefur áhrif á heilsu samfélagsins og alla þá þætti í kringum okkur sem hafa áhrif á heilsuna okkar til hins betra eða verra."
Kristín lauk hjúkrunarfræðinámi árið 2011 frá Háskóla Íslands, en bætti við sig diplóma í lýðheilsuvísindum árið 2015. "Þegar ég var í náminu fengum við kynningu á lýðheilsufræðum og ég fann strax að þarna væri eitthvað fyrir mig. Fannst svo áhugavert að skoða hvað hefur áhrif á heilsu samfélagsins og alla þá þætti í kringum okkur sem hafa áhrif á heilsuna okkar til hins betra eða verra." segir hún.

Í frítímanum syngur Kristín í kór og veit fátt skemmtilegra en að æfa söng. Hún er líka sælkeri, finnst gaman að elda góðan mat og fara út að borða. Kristín er gift Þorra Má hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau Blædísi Völu fimm ára og Breka Hrafn tveggja ára.

Upphaflega lá leiðin í hjúkrunarfræðina til að látið gott af sér leiða en einnig vegna þess að hjúkrunarfræðin snertir mörg svið sem Kristínu þykja spennandi, bæði raunvísindin og hugvísindin. Hún hefur starfað á almennri göngudeild á Landspítala og Sjúkrahúsinu Vogi áður en hún hóf störf hjá Heilsuborg.

Mætum alltaf skjólstæðingnum þar sem hann er staddur

Kristín segir starfið í Heilsuborg er bæði fjölbreytt og ánægjulegt, þar er mikið um þverfaglega teymisvinnu og samstarfsfólkið skemmtilegt. Þar þarf bæði að miðla þekkingu, vinna með viðhorf og að styðja fólk í því að gera jákvæðar breytingar s.s. á matarvenjum og hreyfingu. Skjólstæðingnum er alltaf mætt þar sem hann er staddur, þannig að hann geri breytingar á sínum hraða og sínum forsendum.

"Þegar fólk nær að fóta sig og maður sér hvernig líðan þeirra hefur batnað þá er það ótrúlega gefandi."
Margir af skjólstæðingum hennar kljást við lífsstílstengd vandamál eins og offitu, sykursýki týpu II og háþrýsting, margir glíma við andlega vanlíðan og sumir upplifa skert lífsgæði. Hjá Heilsuborg er horft heildrænt á heilsu skjólstæðingsins og skoðað hvernig gæði svefns, streita og andleg líðan spilar inn í heilsuvenjur hans, því þessir þættir hafa áhrif á matarvenjur og hreyfingu. "Þetta getur verið þolinmæðisvinna þar sem lífsstílsbreytingin er alltaf langtímaferli og það er nær óhjákvæmilegt að inn á milli komi bakslög. En þegar fólk nær að fóta sig og maður sér hvernig líðan þeirra hefur batnað þá er það ótrúlega gefandi."

Endurhæfing

Forvarnir og fræðsla

Lífsstíll

Upplýsingar og ráðgjöf

Hjúkrunarfræðingurinn

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Þegar er hafin vinna fyrir komandi kjarasamninga hjá Fíh og er nauðsynlegt að vanda undirbúning þeirrar vinnu vel. Rafræn könnun verður send út núna í nóvember til starfandi hjúkrunarfræðinga og óskað eftir þeirra viðhorfum og væntingum.

Nánar

Fagið

Pistlar

Í mars síðastliðnum fór fram námskeið í öruggri lyfjaumsýslu. Námskeiðið var haldið á Laugarvatni á vegum MEDICO-hópsins (nordic Medication Educators’ Collaboration) sem er hópur kennara í hjúkrunarfæði á norðurlöndunum og Eistlandi.

Nánar

Pistill formanns

Félagið

Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga einkennist mjög af því að hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á nánast öllum sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum og á heilsugæslustöðvum á landinu

Nánar

Fræðigreinar

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sigríður Halldórsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri

  Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni

  Íris Kristjánsdóttir og Herdís Sveinsdóttir

  Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir
  Rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála