Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Liðsauki óskast í fag- og kjaramál

4. maí 2018

Sviðsstjóri fagsviðs

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að metnaðarfullum, framsæknum og skipulögðum hjúkrunarfræðingi með góða þekkingu og brennandi áhuga á málefnum hjúkrunar.

Tilgangur fagsviðsins er að efla fagmennsku og styðja við þekkingarþróun í hjúkrun. Það er gert með fræðslu og símenntun, ráðstefnuhaldi, erlendu samstarfi, ráðgjöf og rannsóknum á sviði hjúkrunar.

Um er að ræða 100% starf.

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Þjónusta við félagsmenn
 • Móta og fylgja eftir stefnumálum félagsins
 • Vinna að þróun hjúkrunar, heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar
 • Vinna að eflingu símenntunar, sérþekkingar og nýsköpunar
 • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
 • Frétta-, greina-, og skýrsluskrif
 • Þátttaka í öðrum verkefnum félagsins
Menntun, reynsla og hæfni
 • Hjúkrunarfræðingur með meistarapróf
 • Víðtæk reynsla af málefnum hjúkrunar
 • Leiðtogahæfileikar og stefnumótandi hugsun
 • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
 • Áhugi á og færni í teymisvinnu
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og enskuUpplýsingar veitir:
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða gudbjorg@hjukrun.is

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2018. Umsóknum skal skila rafrænt á umsokn@hjukrun.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi. 

 

Sérfræðingur í kjaramálum

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitar að talnaglöggum og þrautseigum einstaklingi á kjara- og réttindasvið. Viðkomandi þarf jafnframt að hafa ríka þjónustulund og góða þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og kjarabaráttu.

Kjara- og réttindasvið fæst m.a. við ráðgjöf og rannsóknir á sviði kjaramála auk kjarasamningsgerðar við stofnanir sem hjúkrunarfræðingar starfa við.

Um er að ræða 100% starf en einnig kemur til greina að ráða í 80% starfshlutfall.


Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Þjónusta við félagsmenn
 • Greining og úrvinnsla tölulegra gagna
 • Þátttaka í kjarasamningsgerð
 • Vinna innan samstarfsnefnda
 • Umsjón með endurnýjun stofnanasamninga
 • Frétta-, greina-, og skýrsluskrif, kynningarmál og fræðsla
 • Þátttaka í öðrum verkefnum félagsins

Menntun, reynsla og hæfni

 • Háskólamenntun sem nýtist vel í starfi
 • Talnagleggni og mjög góð greiningarhæfni
 • Reynsla af kjarasamningagerð æskileg
 • Þekking á samningatækni æskileg
 • Leiðtogahæfileikar
 • Metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptafærni
 • Áhugi á og færni í teymisvinnu
 • Færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Upplýsingar veita:
Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða gudbjorg@hjukrun.is og Gunnar Helgason sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs í síma 540-6400 eða gunnar@hjukrun.is

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2018. Umsóknum skal skila rafrænt á umsokn@hjukrun.is ásamt ferilskrá og kynningarbréfi.

 

Fréttir

Til bakagreinasafn

Efst á baugi

Pistill formanns

Það er alltaf gott að sjá góða umræðu um störf okkar, kjarabaráttu og stefnu, enda er þetta félagið okkar allra og við eigum að láta í okkur heyra og hafa skoðanir.

Nánar

Pistill formanns

Þann 28. febrúar síðastliðinn hélt Fíh málþing um starfsumhverfi, álag í starfi og laun og kjör hjúkrunarfræðinga á hótel Natura.

Nánar

Börn og unglingar

Hjúkrun

Hjúkrunarfræðingurinn

Hildur Ey Sveinsdóttir ætlaði aldrei í hjúkrun. "Ég ætlaði að fara í mannfræði og stúdera ættbálka í Afríku. Þegar ég komst svo að því að fæstir mannfræðingar störfuðu sem slíkir, fór ég að hugsa minn gang og sá að hjúkrun gæti kannski verið svolítið sniðug og kom allri fjölskyldunni minni á óvart þegar ég tilkynnti að ég hefði sótt um hjúkrun í HA."

Nánar

Fræðigreinar

 • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

  Þjónusta djákna snýst um nærveru og samfylgd við fólk, að vera með fólki á tilteknu tímabili í lífi þess, að vera til staðar í gleði og sorg. Djákni Sóltúns er hluti af öflugu teymi starfsmanna. Hann sinnir sálgæslu íbúa, aðstandenda og starfsfólks í samræmi við gildi kristinnar kirkju, hugmyndafræði, markmið og gæðakerfi heimilisins.

  Fagið

  Hjúkrunarheimili

  Líkn og lífslok

  Stuðningur

  Öldrun

  Faggrein

 • Margnota búnaður á heilbrigðisstofnunum er varasamur sjúklingum

  Á heilbrigðisstofnunum er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Eitt af því er hætta á sýkingum sem geta leitt til alvarlegri veikinda og lengri dvalar á sjúkrahúsum, aukins kostnaðar og jafnvel valdið dauða.

  Fagið

  Sýkingar og smit

  Öryggi

  Faggrein