Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

6. júní 2019

Inga Steinþóra Guðbjartsdóttir, heila- og taugaskurðdeild B6, Landspítali – Háskólasjúkrahús
Helga Jónsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali – Háskólasjúkrahús
Marianne E. Klinke, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítali – Háskólasjúkrahús

Tilgangur: Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heilablóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum. Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits var þríþættur: að samþætta þekkingu um þætti sem hafa áhrif á sálfélagslega líðan SiB-sjúklinga meira en þremur mánuðum eftir áfallið; að lýsa tíðni algengra sálfélagslegra einkenna; koma auga á nýja þekkingu og hugsanlegar íhlutanir fyrir hjúkrun.

Aðferð: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Stuðst var við aðferð stofnunar joanna Briggs (jBi) og PriSMa-yfirlýsinguna við framsetningu niðurstaðna. Leitað var í PubMed og CinahL að birtum greinum frá janúar 2007 til nóvember 2017. gátlistar frá jBi voru notaðir til þess að meta veikleika frumrannsókna. niðurstöður voru samþættar með „matrix“-aðferðinni.

Niðurstöður: Þrjátíu og þrjár greinar voru teknar með í yfirlitið þar sem 5073 einstaklingar með SiB voru rannsakaðir. Sálfélagsleg vanda- mál voru til staðar hjá yfir 50% þátttakenda á öllum tímapunktum: frá þremur mánuðum og upp í 20 ár eftir áfallið. fjögur meginviðfangsefni voru greind: (1) Skert lífsgæði, (2) kvíði/þunglyndi, (3) áfallastreituröskun, ótti og sálfélagsleg vanlíðan og (4) breytt atvinnuþátttaka, félagslíf og samfélagslegar þarfir. Þættir tengdir við SiB voru meðal annars skortur á nánd við maka, tjáskiptavandamál, endurtekin upprifjun á áfalli, vitsmunaleg skerðing og hegðunartruflanir. forspárgildi sálfélagslegra vandamála voru meðal annars kven- kyn, yngri aldur við áfallið, minni menntun og óstöðug hjúskapar- staða.

Ályktanir: Niðurstöður samantektarinnar má nýta við gerð kerfis- bundins mats, eftirfylgni og upplýsingagjafar til sjúklinga með SiB og fjölskyldna þeirra. Vegna hárrar tíðni og alvarlegra afleiðinga sálfélagslegra vandamála er þörf á að heilbrigðisstarfsfólk bregðist mark- visst við þeim vanda sem sjúklingar með SiB standa frammi fyrir.

2. tbl. 2019: Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

 

 

Fagið

Blóð

Fagleg málefni

Forvarnir og fræðsla

Ritrýnd grein

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Á tímabili hittust Geirný Ómarsdóttir og Inuk Jóhannesson eingöngu á vaktaskiptum með strákana sína tvo og kvöddust í dyrunum þegar þau unnu bæði vaktavinnu á smitsjúkdómadeild A7.

Nánar

Margrét Grímsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði frá árinu 2012.

Nánar

Allt frá því að Marta Jónsdóttir var barn hefur hún elskað spítalalykt og spítalaumhverfi.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála