Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Ætlaði alls ekki að verða hjúkrunarfræðingur

9. ágúst 2019

Sigríður Elísabet Árnadóttir er ekki ein þeirra sem dreymdi um að fara í hjúkrun, og hvað þá í skólahjúkrun enda lafhrædd við sprautur. Áhugi hennar á samskiptum við fólk og heilbrigðisvísindum leiddi hana þó í hjúkrunarfræði og starfar hún í dag, þvert á ætlan hennar, við skólahjúkrun og hjúkrunarmóttöku á heilsugæslunni í Hlíðum.

Fjölskyldan vissi alltaf að hún færi í hjúkrun

„Þegar ég var yngri var það meira að segja á lista yfir það sem ég ætlaði alls ekki að verða og hvað þá skólahjúkrunarfræðingur! En ég held að það hafi aðallega tengst því að ég var rosalega hrædd við sprautur,“ segir Sigríður. Hún segist þó alltaf haft áhuga á að vinna með fólki og þá sérstaklega krökkum, en á menntaskólaárunum vann hún á dagheimili fyrir fjölfötluð börn og unglinga. „Þar áttaði ég mig á að áhugi minn lá meira í verklegu og klínísku hlutunum sem snérust að umönnun barnanna frekar en mörgu öðru. Eftir menntaskóla tók ég mér svo ár til að vinna, ferðast og ákveða mig betur hvað ég ætlaði að gera. Ég vissi að ég vildi vinna í samskiptum við fólk og mér fannst heilbrigðisvísindin áhugaverð. Á þessum tíma fékk ég vinnu hjá einkafyrirtæki í heimaaðhlynningu og margt af því sem ég var að sinna þar var í samráði við eða eftir fyrirmælum hjúkrunarfræðinga. Þar fann ég að þetta var klárlega eitthvað sem ég vildi kunna og geta! Fjölskyldan segist samt alltaf hafa vitað að ég færi í hjúkrunarfræði, þannig að þau sáu þennan áhuga hjá mér löngu áður en ég áttaði mig á því,“ segir hún, en hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2014.

„Ég þrífst best þegar ég hef mikið að gera og í svona starfi þarf maður alltaf að vera á tánum. Það er yndislegt að vakna á morgnana og í raun vita ekkert hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Sigríður segir erfitt að segja til um hvað sé skemmtilegast við starfið. „Það er svo margt sem er gaman við að vera hjúkrunarfræðingur. Ég er mikil félagsvera þannig að það að vera í samskiptum við svona fjölbreyttan hóp fólks á hverjum degi er eitthvað sem hentar mér mjög vel. Það gefur líka gríðarlega mikið þegar maður myndar meðferðarsamband við einstaklinga, hvort sem það er barn eða fullorðinn og sér framfarir í þeirra málum. Fyrir mér er líka eitt af því skemmtilegasta hreinlega hversu krefjandi og fjölbreytt starfið er. Ég þrífst best þegar ég hef mikið að gera og í svona starfi þarf maður alltaf að vera á tánum. Það er yndislegt að vakna á morgnana og í raun vita ekkert hvað dagurinn ber í skauti sér.“

Ef ekki í ræktinni, þá upp á fjöllum

Sigríður hefur brennandi áhuga á útivist og hreyfingu. Hún kennir hóptíma í Zumba og Trampólín fitness í Reebok fjórum sinnum í viku og þar fyrir utan fer hún í ræktina. Þá er hún í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og ungliðaþjálfari en hún er alin upp í Kópavoginum. „Það má segja að ef ég er ekki í ræktinni þá er ég einhvers staðar upp á fjöllum í ævintýrum. Þetta krefst skipulags en ég er heppin að eiga yndislega vini sem sýna þessu skilning og passa að bóka tíma í dagbókinni hjá mér. Þannig að ég nýt lífsins einhleyp og barnlaus, enda með nóg að gera að hugsa um sjálfa mig. Það er ágætt að vera frænkan sem æsir börnin upp og skilar þeim svo,“ segir skellibjallan Sigríður.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, telur einn mikilvægasta þátt í almennri hjúkrun vera sá að veita fjölskyldum sjúklinga stuðning á erfiðum tímum.

Nánar

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur,“ segir Paola Bianka skurðhjúkrunarfræðingur.

Nánar

Ásdís M. Finnbogadóttir, aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, segir það vera mjög gefandi að sjá þá breytingu sem verður á fólki þegar það hefur lokið meðferð þar og er í kjölfarið tilbúið að fara aftur út í samfélagið og takast á við lífið sitt án áfengis og vímuefna.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála