Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Úr garðyrkju í hjúkrun

30. ágúst 2019

Áhugasvið Bergljótar Þorsteinsdóttur beindist fljótt að heilsugæsluhjúkrun en hún hefur lengst af unnið við að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að velferð og vellíðan þeirra og fjölskyldna. Undandarin 25 ár hefur hún starfað á Heilsugæslu Grafarvogs þar sem hún er búsett. „Það eru ákveðin lífsgæði að vinna nálægt heimilinu og þurfa ekki að fara langar leiðir til vinnu.“

Kynntist hjúkrunarstarfinu í gegnum móður sína sem var ljósmóðir

Bergljót, sem er 63 ára, er fædd og uppalin á Fljótsdalshéraði. Hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1980 og úr sérnámi í félags og heilsugæslu frá Nýja Hjúkrunarskólanum 1988. Hún hefur unnið við hjúkrun frá útskrift, fyrst á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum en þar kynntist hún einmitt hjúkrunarstarfinu í gegnum móður sína sem var ljósmóðir á Egilsstöðum. Síðan lá leiðin til Ísafjarðar þar sem hún vann í eitt ár á Sjúkrahúsinu. Þá vann hún í stuttan tíma á göngudeild krabbameins á Landspítalanum og þaðan á Bráðamóttöku og dagdeild á Landakotsspítala, þar til hún hóf störf á Heilsugæslu Grafarvogs. Þar hefur hún verið lengst af sem verkefnastjóri í skólaheilsugæslu.

Reynir mikið á mannleg samskipti í heilsuvernd skólabarna

Heilsuvernd skólabarna felst aðallega í heilsufarsskoðunum, bólusetningum, heilbrigðisfræðslu, ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólanna að sögn Bergljótar. Starfið miðar að því að efla heilbrigði skólabarna og stuðla að velferð og vellíðan þeirra og fjölskyldna, vera brú á milli heimili og skóla og yfir í samfélagið eftir því sem þörf krefur segir hún. Forsendan til að sinna starfinu vel er sveigjanleiki, geta til að setja fagleg mörk, virk hlustun, ástrík leiðsögn, sjálfstæði í vinnu og áhugi á mannlegum samskiptum því það reynir mikið á þau að sögn Bergljótar.

„Sem betur fer hef ég haft ákveðna ástríðu fyrir starfinu mínu, kynnst mörgum hæfileikaríkum og eftirminnilegum einstaklingum og séð árangur af starfinu mínu sem hefur gefið mér mikið.“
„Í hjúkrunarnáminu mínu komst ég að því góð hjúkrun skiptir miklu máli og heilbrigðishvatning í formi fræðslu, stuðnings og ráðgjafar eflir lýðheilsu í landinu og gerir samfélagið heilbrigðara. Hjúkrunarstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt, þannig að ég er þakklát fyrir að hafa valið hjúkrun sem aðalstarf. Sérnámið í félags og heilsugæslu gerði mig hæfari til að sinna Heilsugæsluhjúkrun og er ég mjög ánægð að hafa haft tækifæri til að bæta því við mig. Sem betur fer hef ég haft ákveðna ástríðu fyrir starfinu mínu, kynnst mörgum hæfileikaríkum og eftirminnilegum einstaklingum og séð árangur af starfinu mínu sem hefur gefið mér mikið.“

Frá garðyrkju í heilbrigðis- og umhverfismál

Bergljót á tvær uppkomnar dætur og tengdasyni. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðis- og umhverfismálum, menningu og listum, útivist og ræktun en áður en hún hóf nám í hjúkrun fór hún í Garðyrkjuskóla ríkisins þaðan sem hún útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur. Þar spilaði helst áhugi hennar á landslagsarkitektúr og umhverfis- og skipulagsmálum.

Til bakagreinasafn

Pistlar og viðtöl

Snæbjörn Ómar Guðjónsson, sérfræðingur í geðhjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri, telur einn mikilvægasta þátt í almennri hjúkrun vera sá að veita fjölskyldum sjúklinga stuðning á erfiðum tímum.

Nánar

„Ég hef alltaf litið á hjúkrunarfræðinga sem ofurhetjur,“ segir Paola Bianka skurðhjúkrunarfræðingur.

Nánar

Ásdís M. Finnbogadóttir, aðstoðardeildarstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, segir það vera mjög gefandi að sjá þá breytingu sem verður á fólki þegar það hefur lokið meðferð þar og er í kjölfarið tilbúið að fara aftur út í samfélagið og takast á við lífið sitt án áfengis og vímuefna.

Nánar

Fræðigreinar

 • Þróun skimunartækisins HEILUNG

  Sóley Sesselja Bender, prófessor BS, MS, PhD, sérfræðingur í kynheilbrigði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

  Tilgangurinn með því að þróa þetta skimunartæki er að meta á heildrænan hátt heilbrigði ungs fólks ásamt undirliggjandi áhættuþáttum, áhættuhegðun og verndandi þáttum. Tækið er ætlað skólahjúkrunarfræðingum í framhaldsskólum.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Sálfélagsleg líðan fullorðinna einstaklinga eftir innanskúmsblæðingu: kerfisbundið fræðilegt yfirlit

  Sjálfsprottin innanskúmsblæðing (SiB) er kölluð heila- blóðfall yngra fólksins. Sálfélagsleg vanlíðan einstaklinga sem fengið hafa SiB getur valdið þeim erfiðleikum með að ná takti í lífinu, jafnvel mörgum árum eftir áfallið. Þrátt fyrir fjölda rannsókna skortir kerfisbundna samantekt á þeim vanda sem einstaklingar með SiB standa frammi fyrir auk þekkingar á bestu hugsanlegu úrræðum.

  Fagið

  Blóð

  Fagleg málefni

  Forvarnir og fræðsla

  Ritrýnd grein

 • Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi á geðdeildum

  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.

  Fagið

  Fagleg málefni

  Geðrækt

  Heilbrigðiskerfi

  Samskipti

  Ritrýnd grein

 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir og Hallveig Skúladóttir

  Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interRAI-matstækið (Resident Assessment Instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega.

  Fagið

  Ritrýnd grein

 • Athafnir og þátttaka eldri borgara

  Margrét Brynjólfsdóttir, Guðrún Pálmadóttir og Sólveig Ása Árnadóttir

  Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði.

  Fagið

  Ritrýnd grein

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála