Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sögusýning: Hjúkrun í 100 ár

19. júní   2019

Hjúkrun í 100 ár er yfirskrift sögusýningar í Árbæjarsafni sem sett hefur verið upp í tilefni 100 ára afmælis Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Sýningin hófst 19. júní og stendur fram til 17. nóvember 2019. Hjúkrun í 100 ár er samstarfsverkefni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Borgarsögusafns Reykjavíkur.

Sýningin segir sögu hjúkrunar í samhengi við breytingar á stöðu kynjanna og þróunar í tækni og vísindum. Sagan hefst í Reykjavík í byrjun 20. aldar og endar á deginum í dag. Um leið er vöngum velt yfir því hvert er stefnt.

Sýningarnefnd: Bergdís Kristjánsdóttir og Ingbjörg Pálmadóttir frá Fíh og þau Helga Maureen Gylfadóttir, Jón Páll Björnsson og Íris Gyða Guðbjargardóttir frá Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Sýningarstjóri: Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
Handrit og textar: Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur
Val gripa: Bergdís Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur
Fræðsluverkefni: Jón Páll Björnsson
Grafik: Tómas Jónsson
Samstarfsaðilar: Landspítalinn, Lyfjafræðisafnið, NLSH ohf, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Þjóðminjasafn Íslands

Bergdís Kristjánsdóttir sá um að safna saman gripum fyrir hönd Fíh og eru þeir fengnir að láni frá Þjóðminjasafni Íslands.
Sýningin grundvallast á bók Margrétar Guðmundsdóttur Sögu hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. (Reykjavík, 2010) Útgefandi Fíh.

Nánari upplýsingar á vef Árbæjarsafns

Til baka

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála