Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Betri svefn - grunnstoð heilsu


Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni. Sérstök áhersla verður á svefn hjá vaktavinnufólki. 

Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00 og stendur í klukkustund. Í boði verða léttar veitingar.


Erla Björnsdóttir er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Erla starfar sem nýdoktor í Háskólanum í Reykjavík ásamt því að reka Sálfræðiráðgjöfina.

Erla hefur sérhæft sig rannsóknum og meðhöndlun svefnvandamála og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig umsjón með vefnum www.betrisvefn.is þar sem boðið er uppá hugræna atferlismeðferð við svefnleysi í gegnum internetið.

Hægt verður að tengjast fyrirlestrinum í streymi fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Einungis er um 100 pláss að ræða með slíkri tengingu og þarf því að skrá sig í streymi með því að senda póst á edda@hjukrun.is

Skráningarfrestur útrunninn

Betri svefn - grunnstoð heilsu

Hefst 21. mars 2019

Skráningu lýkur 20. mars

Verð

Án kostnaðar

Dagar

21. mars 2019

Tími

12:00 - 13:00

Umsjón

Dr. Erla Björnsdóttir

Staðsetning

Húsnæði Fíh, Suðurlandsbraut 22, Reykjavík

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála