Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Akureyri: Sár og sárameðferð

Langvinn sár eru stórt heilbrigðisvandamál, einkum meðal aldraðra. Talið er að 1-1,5% einstaklinga í hinum vestræna heimi séu með langvinn sár en þau hafa umtalsverð áhrif á daglegt líf einstaklinga og þau eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið. Í flestum tilfellum eru hjúkrunarfræðingar í aðalhlutverki í meðferð sjúklinga með sár.
Við meðferð sára skiptir máli að temja sér starfshætti sem byggja á gagnreyndri þekkingu. Mikilvægt er að kunna skil á eiginleikum þeirra fjölda umbúða, skolvökva og annarra hjálpartækja sem völ er á. Grundvallaratriðið er þó að greina undirliggjandi orsök sáranna og meðhöndla hana.

Á námskeiðinu verður farið í grunnþætti sárgræðslu svo sem lífeðlisfræði sárgræðslu og þá þætti sem hafa áhrif á sárgræðsluferlið. Fjallað verður um mat á sárum og staðbundna meðferð svo sem hreinsun og umbúnað sára. Sérstök áhersla verður lögð á langvinn sár.

 


Skráningarfrestur útrunninn

Akureyri: Sár og sárameðferð

Hefst 11. apríl 2019

Skráningu lýkur 09. apríl

Verð

23.000 kr.

Dagar

11. og 12. apríl 2019

Tími

8:00-16:00

Umsjón

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með sár

Staðsetning

Skarðshlíð 20, 603. Við hlið Hvítasunnukirkjunnar

Skráning staðfestist við greiðslu þátttökugjalds. Innifalið í verðinu eru námskeiðsgögn og morgun- og síðdegishressing báða dagana.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála