Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sérfræðingshlutverkið í hjúkrun

12. mars 2018

Mánudaginn 12. mars frá 9:30 til 11:30 býður Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun í samvinnu við Deild sérfræðinga í hjúkrun og Menntadeild LSH, sérfræðinga í hjúkrun og þeim sem eru í sérfræðinámi í hjúkrun uppá samræður við Dr. Brendan McCormack um þróun sérfræðingshlutverksins. Margt hefur áunnist hjá grönnum okkar í þessum efnum og hefur Brendan því af mörgu að miðla til að hjálpa okkur að efla þetta hlutverk.

Erindið hans ber titilinn: Developing evidence informed and person-centred caring cultures: Emancipatory and Transformational Practice Develompment approaches.

Samræðurnar munu eiga sér stað í húsakynnum Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22.

Aðgangur er ókeypis

Brendan er prófessor við Queen Margaret University í Edinborg, er alþjóðlega eftirsóttur fyrirlesari og höfundur yfir 100 ritrýndra greina.

Nánar um Brendan
Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála