Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Sérfræðingshlutverkið í hjúkrun

12. mars 2018

Mánudaginn 12. mars frá 9:30 til 11:30 býður Fagdeild vísindarannsakenda í hjúkrun í samvinnu við Deild sérfræðinga í hjúkrun og Menntadeild LSH, sérfræðinga í hjúkrun og þeim sem eru í sérfræðinámi í hjúkrun uppá samræður við Dr. Brendan McCormack um þróun sérfræðingshlutverksins. Margt hefur áunnist hjá grönnum okkar í þessum efnum og hefur Brendan því af mörgu að miðla til að hjálpa okkur að efla þetta hlutverk.

Erindið hans ber titilinn: Developing evidence informed and person-centred caring cultures: Emancipatory and Transformational Practice Develompment approaches.

Samræðurnar munu eiga sér stað í húsakynnum Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22.

Aðgangur er ókeypis

Brendan er prófessor við Queen Margaret University í Edinborg, er alþjóðlega eftirsóttur fyrirlesari og höfundur yfir 100 ritrýndra greina.

Nánar um Brendan
Til bakaAðrir viðburðir

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka