Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinnustofa: "The Work"

6. apríl 2018

Þriggja daga vinnustofa um aðferð sem nefnist ,,The Work'' og er þróuð af bandaríska rithöfundinum Byron Katie.

Aðferðin The Work er áhrifamikil og einföld leið til að hafa áhrif á hugarfar, aðstæður og líðan, með því að takast á við streituvaldandi hugsanir á uppbyggilegan hátt.

Margir hafa notað aðferðina til að öðlast innri frið og yfirvegun sem gerir einstaklingum kleift að gera það besta úr vandamálunum og takmarka þær hugsanir sem annars geta orðið rótin að enn meiri vanda. Í grunnin felur aðferðin The Work í sér að skilja eigin hugsanir (hugsanir gera engum mein fyrr en fólk fer að trúa þeim), að taka eftir hugsunum sínum (hvað sé satt eða ósatt), að átta sig á hugsuninni á bak við þjáninguna (skilja upprunalegu orsökina) og að kanna eða rannsaka hugsunina með fjórum spurningum og viðsnúningi (sjá nánar heimasíðu The Work).
Aðferðin The Work hefur m.a. reynst vel á heilbrigðisstofnunum víða um heim og var kennd á LSH í maí 2017 af Ernest Holm Svendsen. Helga Birgisdóttir var aðstoðarmaður hans þá og kennir nú áhugasömum þessa praktísku aðferð.

Tími: 6. 7. og 8. apríl (fö. - su.) Vinnustofan er 7 klst á dag, frá kl 9-16 í samtals 3 daga.
Staður: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22
Þátttökugjald er 32.500

Nánari upplýsingar:
Helga Birgisdóttir starfar sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði LSH og NLP meðferðar- og markþjálfi. Hún er einnig myndlistakona og skapari SMILER www.smiler.is Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar um námskeiðið með því að senda póst á gegga@smiler.is eða í síma 898-0778.


Heimasíða: http://www.thework.com


Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála