Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Golfmót hjúkrunarfræðinga

14. júní 2018

Golfmót hjúkrunarfræðinga verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar, Hlíðavelli, fimmtudaginn 14. júní kl 13:50.
Leikfyrikomulag mótsins er punktakeppni.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og sérstök makaverðlaun fyrir fyrsta sæti.
Einnig verða nándar verðlaun á par 3 holum vallarins, þar sem bolti verður að enda á flöt.
Verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 5. braut, þar verður bolti að enda á braut.

Dregið verður úr skorkortum og verður keppandi að vera viðstaddur úrdrátt.
Hægt verður að kaupa veitingar í veitingasölu vallarins að leik loknum.

Skráning er á golf.is, mótsgjald er 4.900 kr og greiðist í golfbúð vallarins fyrir leik.

Nefndin
Til bakaAðrir viðburðir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála