Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Golfmót hjúkrunarfræðinga

14. júní 2018

Golfmót hjúkrunarfræðinga verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar, Hlíðavelli, fimmtudaginn 14. júní kl 13:50.
Leikfyrikomulag mótsins er punktakeppni.

Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og sérstök makaverðlaun fyrir fyrsta sæti.
Einnig verða nándar verðlaun á par 3 holum vallarins, þar sem bolti verður að enda á flöt.
Verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á 5. braut, þar verður bolti að enda á braut.

Dregið verður úr skorkortum og verður keppandi að vera viðstaddur úrdrátt.
Hægt verður að kaupa veitingar í veitingasölu vallarins að leik loknum.

Skráning er á golf.is, mótsgjald er 4.900 kr og greiðist í golfbúð vallarins fyrir leik.

Nefndin
Til bakaAðrir viðburðir

Þessi vefsvæði notar vafrakökur

Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka